Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 1
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON BJARNAGARÐUR „Forngróinn garður fer vel þar sem hann smeygir sér inn í landslagið“ Kristján Eldjárn Inngangur Meðal þeirra fornu mannvirkja hérlendis, sem menjar hafa varðveist um, er mikill fjöldi garðlaga af ýmsu tagi. Algengastar munu menjar túngarða, enda tekið fram í Jónsbók, að ,,hver maður skal löggarð gera um töðuvöll sinn“.1 Brot af fornum túngörðum var að sjá við fjölda býla og sumsstaðar nær óslitna garða, allt þar til tún tóku að teygjast út fyrir þessa garða upp úr ann- ari heimsstyrjöldinni. Nú mun allur þorri þessara garða á byggðum bólum horfinn í nýrækt, en meira eða minna heillega garða er enn að finna kringum margar fornar bæjarrústir. Er allmarga slíka að sjá á uppdráttum Daniels Bruun af eyðibýlum.2 Auk túngarða er að finna mikinn fjölda annarra garða af ýmsu tagi víðsvegar um landið, þótt misdreifðir séu: hagagarða og aðra vörslugarða, merkjagarða og göngugarða. Fornir garðar eru ekki bundnir við byggðir, sumsstaðar er að finna mikil garðlög á heiðum uppi, líklega mest i Suður-Þingeyjarsýslu. Tiltölulega lítið hefur verið um könnun fornra garðlaga fram á síðustu ár. Fornum varnargarði yfir Haukadal við Dýrafjörð er lýst í Árbók hins ísl. fornleifafélags 1883 og hér og þar er minnst á garða í öðrum árgöngum árbók- arinnar. Kr. Kálund nefnir garða á nokkrum stöðum, m.a. segir hann garð liggja eftir miðri Fljótsheiði endilangri frá norðri til suðurs og vera um 5 mílur (35-40 km) að lengd.3 Þorvaldur Thoroddsen fjallar stuttlega um forna garða í Lýsingu íslands.4 Sem fyrr segir eru túngarðar sýndir á mörgum uppdráttum Daniels Bruun af eyðibýlum, en hann gerði engar nánari kannanir á slíkum görðum og lítið hafa garðar verið kannaðir fyrr en nú hin síðari ár, en það ber vitni vaknandi áhuga á þessu fyrirbæri, að síðasta hálfa áratuginn hafa birst þrjár merkar greinar um þetta efni. Kristján Eldjárn reið á vaðið með grein sinni: Skagagarður — fornmannaverk, í Árbók Ferðafélags íslands 1977, en i kjölfarið fylgdu kafli um garðlög í Svarfaðardal í bók Kristmundar Bjarna- sonar: Saga Dalvíkur,5 og grein Páls Sigurðssonar frá Lundi um tvo forna garða, Völugarð og Blákápugarð í Fljótum.6 Athyglisverð er eftirfarandi stað- hæfing Kristmundar: „Naumast mun ofmælt, að garðlög í Svarfaðardals-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.