Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 8
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. A: Einfaldað snið af Bjarnagarði við brekkufót. B: Mœlt þversnið af Bjarnagarði
skammt suður af Ásgarðstjörn. S.Þ. 1980. — Fig. 2. A: Schematized section of Bjarnagarður at
the foot of a west-facing slope. B: Measured section of the wall south of the Ásgarður farm.
niður brekku norðvestan í Hálsum, en frá suðurenda þess kafla hefur hann
að likindum legið í sveig vestur fyrir kollinn á hæsta hólnum vestur af tjörn, er
nefnist Stöðlatjörn, og síðan suðaustur að áðurnefndri heimreið.
Frá brekku norðvestan í Hálsum virðist hann hafa fylgt brekkufæti áfram
til NV og hefur þar, eins og á nokkrum öðrum stöðum, brekkuhalli mót vestri
verið nýttur þannig, að grafinn hefur verið stallur í brekkuna og þverbrattinn
að baki honum hækkaður með hleðslu eins og sýnt er með einfölduðu rissi á
mynd 2.
Er norðar dregur verður áfok svo mikið, að sumsstaðar skiptir metrum og
ekki tök á að rekja garðinn lengra norður, en ætla verður að hann hafi náð
norður að Skaftá og líklegt að hann hafi fylgt Tungulæk, sem kann að hafa
verið notaður í garðsstað, og legið að ánni austan hans vestan í eða vestan við
totu úr Landbrotshrauninu, er teygir sig norður að Skaftá og áfram aðeins
norður fyrir núverandi farveg árinnar, þar sem heitir Heimsendasker.
Frá heimreiðinni að Ásgarði liggur garðurinn til suðuráttar niður í kvos eða
tjörn, Ásgarðstjörn, sem mynduð hefur verið með því, að stíflaður hefur verið
lækur frá kvosinni vegna heimarafstöðvar. Hverfur garðurinn þar í tjörnina
og mýrina.
Lengd ofangreindra kafla er:
Frá Skaftá að hvammi við Tungulæk (ei lengur greinanlegur) um 490 m.
Þaðan að túni í Ásgarði (enn að nokkru sýnilegur) um 250 m. Þaðan að syðri
enda Ásgarðstjarnar (sýnilegur milli tjarnar og heimreiðar) 520 m.
Kort II. Bjarnagarður. Kort byggt á flugmynd Landmælinga íslands tekinni 1979, en 20 m
hæðarlínan dregin skv. korti U.S. Army Map Service 1:50 000. Bjarnagarður er að hluta sjáanleg-
ur á flugmyndinni, en er að öðru leyti teiknaður skv. athugunum höf. og Guðmundar Sveins-
sonar. — Map II. Bjarnagarður. Map based on aerial photo taken by Iceland’s Geodetic Survey
and on field observations.