Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 24
28 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Dalbæ. Hinsvegar eru þeir garðar, sem grafið hefur verið gegnum á sléttlend- inu suðaustur af Hraunkoti, yngri en lagið M, enda ekki öruggt, að þeir séu hluti af hinum eiginlega Bjarnagarði. Breidd og hæð garða Um upprunalega hæð og breidd Bjarnagarðs og aukagarðanna er ekki hægt að segja neitt með fullri vissu, þótt nokkuð megi ráða um efnismagn af sum- um sniðum. Af 17. mynd má ráða, að títtnefndur aukagarður nær samsíða Dalbæjar- heimreið hefur verið nærri 0,9 m þykkur efst, eða svipaðrar þykktar og löggarð- ur að fornu. Breidd þessa garðs á yfirborði er nú um 3 m, en núverandi breidd aðalgarðs á yfirborði víða 4-4,5 m, mest um 4,7 m, en fer niður í 2,7 m á stöku stað. Hefur sá garður því yfirleitt verið meiri um sig en aukagarðarnir. Flatar- mál þversniðsins gegnum garðmoldina suður af Ásgarði (13. mynd) er um 1,4 m2. Er hér um að ræða mold, sem hefur þjappast saman í aldanna rás og rýrnað, er gróður sá, sem á hnausunum var, rotnaði. Flatarmál þversniðs gegnum löggarð ofan þrepa skv. Grágás og Jónsbók er um l,8m2 og enginn vafi á því, að Bjarnagarður hefur verið síst minni um sig en slíkur löggarður og líklega nokkru meiri. Þversniðsflatarmál aukagarðsins á 16. mynd er um 0,75 m2, eða svipað og Stangargarðsins á 1. mynd. Hæðin er um 0,7 m, en Stangargarðs 1 m að meðtöldum þrepa, ef þrepa skyldi kalla, en vikur hefur hlíft þeim garði að nokkru fyrir samanþjöppun. Ég tel fremur líklegt, að aukagarðarnir í Bjarnagarðskerfinu hafi verið löggarðs ígildi, eða þar um bil. Þeir mörgu og stóru hlykkir, sem einkenna Bjarnagarð, hafa ráðist aðallega af tvennu: landslagi og jarðvegsþykkt. Garðurinn sneiðir víðast hjá gervigíg- um og gígaþyrpingum, enda fer þar saman óheppilegt landslag fyrir garð og of þunnur jarðvegur fyrir hnausastungu. Hafa verður í huga, að þegar Bjarna- garður var hlaðinn var Landbrotshraunið tiltölulega ungt, eins og síðar verður að vikið, og það var ekki aðeins utan í gervigígunum sem moldarjarðvegur var svo þunnur, að ekki nægði í hnausa eða strengi, enda má sjá á nokkrum stöð- um, að garðurinn tekur á sig hlykki og þræðir drög og lægðir eingöngu vegna þess að jarðvegur var þar þykkri en annarsstaðar. Sumsstaðar eru þó þverhlykkir á garðinum svo stuttir, að þeir virðast nánst gerðir til styrktar honum. Efnið í Bjarnagarði er fokmold, fremur laus í sér og ekki vænlegt til mik- illar endingar hleðslu. Þó má sjá af sniðinu suður af Ásgarði, að þar hefur garðurinn hrunið eftir að svarta lagið næsta undir Ö 1362 myndaðist, þ.e.a.s. eftir um 1300, og í sniði nærri mótum þjóðvegar og heimreiðar að Syðrivík var að sjá sem dyttað hefði verið að garðinum eftir að þetta sama svarta lag féll.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.