Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 24
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Dalbæ. Hinsvegar eru þeir garðar, sem grafið hefur verið gegnum á sléttlend-
inu suðaustur af Hraunkoti, yngri en lagið M, enda ekki öruggt, að þeir séu
hluti af hinum eiginlega Bjarnagarði.
Breidd og hæð garða
Um upprunalega hæð og breidd Bjarnagarðs og aukagarðanna er ekki hægt
að segja neitt með fullri vissu, þótt nokkuð megi ráða um efnismagn af sum-
um sniðum.
Af 17. mynd má ráða, að títtnefndur aukagarður nær samsíða Dalbæjar-
heimreið hefur verið nærri 0,9 m þykkur efst, eða svipaðrar þykktar og löggarð-
ur að fornu. Breidd þessa garðs á yfirborði er nú um 3 m, en núverandi breidd
aðalgarðs á yfirborði víða 4-4,5 m, mest um 4,7 m, en fer niður í 2,7 m á stöku
stað. Hefur sá garður því yfirleitt verið meiri um sig en aukagarðarnir. Flatar-
mál þversniðsins gegnum garðmoldina suður af Ásgarði (13. mynd) er um 1,4
m2. Er hér um að ræða mold, sem hefur þjappast saman í aldanna rás og
rýrnað, er gróður sá, sem á hnausunum var, rotnaði. Flatarmál þversniðs
gegnum löggarð ofan þrepa skv. Grágás og Jónsbók er um l,8m2 og enginn
vafi á því, að Bjarnagarður hefur verið síst minni um sig en slíkur löggarður
og líklega nokkru meiri. Þversniðsflatarmál aukagarðsins á 16. mynd er um
0,75 m2, eða svipað og Stangargarðsins á 1. mynd. Hæðin er um 0,7 m, en
Stangargarðs 1 m að meðtöldum þrepa, ef þrepa skyldi kalla, en vikur hefur
hlíft þeim garði að nokkru fyrir samanþjöppun. Ég tel fremur líklegt, að
aukagarðarnir í Bjarnagarðskerfinu hafi verið löggarðs ígildi, eða þar um bil.
Þeir mörgu og stóru hlykkir, sem einkenna Bjarnagarð, hafa ráðist aðallega
af tvennu: landslagi og jarðvegsþykkt. Garðurinn sneiðir víðast hjá gervigíg-
um og gígaþyrpingum, enda fer þar saman óheppilegt landslag fyrir garð og
of þunnur jarðvegur fyrir hnausastungu. Hafa verður í huga, að þegar Bjarna-
garður var hlaðinn var Landbrotshraunið tiltölulega ungt, eins og síðar verður
að vikið, og það var ekki aðeins utan í gervigígunum sem moldarjarðvegur var
svo þunnur, að ekki nægði í hnausa eða strengi, enda má sjá á nokkrum stöð-
um, að garðurinn tekur á sig hlykki og þræðir drög og lægðir eingöngu vegna
þess að jarðvegur var þar þykkri en annarsstaðar. Sumsstaðar eru þó
þverhlykkir á garðinum svo stuttir, að þeir virðast nánst gerðir til styrktar
honum.
Efnið í Bjarnagarði er fokmold, fremur laus í sér og ekki vænlegt til mik-
illar endingar hleðslu. Þó má sjá af sniðinu suður af Ásgarði, að þar hefur
garðurinn hrunið eftir að svarta lagið næsta undir Ö 1362 myndaðist, þ.e.a.s.
eftir um 1300, og í sniði nærri mótum þjóðvegar og heimreiðar að Syðrivík var
að sjá sem dyttað hefði verið að garðinum eftir að þetta sama svarta lag féll.