Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 27
BJARNAGARÐUR 31 hér sé um eins manns verk að ræða og sönnu nær, að Bjarnagarður og trað- irnar beri vitni sameiginlegu félagslegu átaki fólks í Landbroti og Skjaldbreið og sé því að því leyti hliðstæða við Skagagarð. Hugsanlega hafa hólarnir á hrauninu verið nefndir Birnir og nafn garðsins dregið af því. í heild er Bjarnagarður með aukagörðum og tröðum vafalítið með meiri- háttar mannvirkjum frá þjóðveldistímanum, sem menjar hafa varðveist um. Og gagnstætt því sem vera mun um marga garða frá fyrstu tíð íslandsbyggðar er þetta mannvirki að öllu leyti verk frjálsborinna manna, framkvæmt löngu eftir að þrælahald var aflagt, en fullgert að mestu áður en vopnaskak Sturl- ungaaldarhöfðingja tók að draga bændur og búalið frá nytsamari störfum. Bollaleggingar um Bjarnagarð og hlutverk hans Bjarnagarður og traðir þær, sem honum eru tengdar, sem og arfsagnir um þetta mannvirki, leiða eðlilega til umhugsunar um tilganginn með því og þar með einnig um ástand á þessum slóðum á síðustu öldum þjóðveldistímans, aldur Landbrotshrauns og byggðar á því, einnig hugsanlegrar byggðar i Skjaldbreið, legu vatnsfalla austur þar og ástand þeirra á þeim tíma, o.s.frv. Hér er því miður á fáu föstu að taka, því heimildir, sem hægt er á að byggja, eru harla rýrar, nema þá helst gjóskulögin. Um Skjaldbreið — Um legu Skjaldbreiðar og byggð þar eru litlar sem engar frásagnir umfram það, sem Jón Steingrímsson hefur frá að segja í sambandi við Bjarnagarð. Meðallendingurinn Sæmundur Hólm getur þess í staðfræði- riti sínu um Suðurland, að hlaup úr Skaftárjökli, sem falli í Skaftá, hafi, ásamt hlaupum úr Súlu — en svo nefnir hann Grímsvötn — og Skeiðarárhlaupum, „eyðilagt fallegustu sveit, hét Skjaldbreið“, er legið hafi milli Skaftáróss og Veiðióss og milli þess síðarnefnda og Rauðabergsóss.34 Sveinn Pálsson skrifar í dagbók sina frá 1793, er hann ferðaðist um Vestur-Skaftafellssýslu: „Austan við Landbrot og Meðalland hefur heil kirkjusókn eyðst, mestan part af upp- blæstri, en meðfram einnig af hlaupum Skaftár og Hverfisfljóts. Sú byggð hét Skjaldbreið, og voru þar að sögn 18 bæir. Talið er, að hún hafi verið í eyði síðan á 10. öld, enda sér þar ekki urmul eftir nema fáeina melkolla. Skaftá greindi annars þessa sveit frá Landbrotinu“.35 Jón Steingrímsson nefnir í eld- riti sínu „Skaptárós fyrir framan Skjaldbreið“.36 Þorvaldur Thoroddsen segir Skjaldbreið liggja suðvestur af Sléttabóli37 og á öðrum stað talar hann um „breiða gljá, sem uppi stendur milli Landbrotsvatna og Hvalsíkis og þekur gljáin að miklu leyti pláss það sem kallað er Skjaldbreið neðst á Brunasandi11.38 Kemur þetta heim við staðsetningu Skjaldbreiðar á korti her- foringjaráðsins frá 1904 (kort I), en Skjaldbreiðarnafnið er ekki að finna á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.