Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 31
BJARNAGARÐUR
35
inn, úti á sandinum (Sléttaból 1834) og uppi á hraunjaðrinum (Teygingalækur
1860). Skaftáreldahraunið eystra veitti sandinum suður af því einskonar var
fyrir auravötnunum, sem áður flæddu þar yfir. Slíku vari var ekki til að dreifa
með norður- og austurjaðri Landbrotshraunsins og því eðlilegt, að þar væru
bæirmr frá fyrstu tið reistir uppi á hraunjaðrinum. Gat byggð hafist þar löngu
áður en hraunið sem slíkt var orðið svo gróið að byggilegt væri, sbr. tilkomu
Teygingalækjar á Skaftáreldahrauninu tæpum níu áratugum eftir að það
brann.
Breytingar á vatnsföllum — Hafi byggð verið í Skjaldbreið, sem líklegt má
teljast, þegar Bjarnagarður var hlaðinn, hefur Skaftá verið milli þeirrar byggð-
ar og býlanna á Landbrotshrauninu austanverðu. Sé eitthvað til i þeirri
arfsögn, að Skjaldbreiðingar hafi rekið fé sitt til beitar vestur á hraunið, getur
slíkt varla hafa verið yfir vatnsfall svipaðrar stærðar og Skaftá er þarna nú á
dögum. En hvað um Skaftá á 12. og 13. öld?
Skaftá er nefnd í Landnámu60 og er þar átt við þá á, er rennur suður með
Skaftártungu austanverðri. Af frásögn Njálu af ferðum Kára Sölmundar-
sonar og Bjarnar í Mörk61 má ráða, að þegar hún var samin á ofanverðri 13.
öld greindist Skaftá í þær þrjár höfuðkvíslar, sem hún greindist í fram að
Skaftáreldum. Ekki greinir Njála frá nafni þessara kvísla, en nefnir Skaftá
áður en hún greinist. Ekki er ólíklegt, að austasta kvíslin sé sá Nýkomi, sem
Landnáma greinir frá og segir vera suðurmörk landnáms Ketils hins fíflska, er
bjó i Kirkjubæ.62 Raunar virðist það vera almenn skoðun þar eystra um miðja
19. öld, að Nýkomi sé sjálft Landþrotshraunið, sbr. lýsingu Kirkjubæjar-
klaustursóknar, er skráð var af séra Páli Pálssyni 184163 og ummæli Jóns
Sigurðssonar í sambandi við áðurnefndan máldaga kristbúsins í Dalbæ
eystri.64 Kann svo að hafa verið frá upphafi. En líklegri virðist sú tilgáta Kr.
Kálunds65 og Einars Ól. Sveinssonar,66 að Nýkomi sé nafn á vatnsfalli og þá
vafalítið rétt sú skoðun Þorvalds Thoroddsens, að sú á hafi tilkomið vegna
myndunar Landbrotshraunsins á fyrri hluta 10. aldar.67 Kemur þá
hvortveggja skýringin i einn stað niður hvað tímasetningu varðar.
Líklegt er, og raunar nokkuð öruggt, að framan af hafi sú kvísl Skaftár,
sem rann austur með Landbrotshrauninu, verið mun, eða jafnvel miklu,
minni en hún nú er og kann hún að hafa verið aðallega samsafn vatnsfalla
ofan af Síðuheiðinni. Áðurnefndur Dalbæjarmáldagi getur um Steinsmýrar-
fljót, sem er framhald miðkvíslar Skaftár, og bendir fljótsnafnið til mikils
rennslis. Athyglisvert er, að í frásögn Svínfellingasögu í Sturlungu af þeim
atburðum hinn 26. jan. 1249 er Sæmundur og Guðmundur Ormssynir frá
Svínafelli gera aðför að Ögmundi Helgasyni, staðarhaldara á Kirkjubæ, er sú
á, sem rennur milli Kirkjubæjar og Tungu í Landbroti, nefnd Kirkbæingaá68.