Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 38
42 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS en eftir annarra manna umsögn á hann að hafa fundið það í Hrafnkelu. Myndi þá áin hafa brotið bakka sína og sverðið þá komið fram. Hálfdán sagði mér, að Benedikt hefði átt heima á Vaðbrekku, þegar hann fann sverðið og hefði þá verið beitarhúsasmali á Bakkastöðum. Eru því líkindi til að það hafi fundist fyrir utan bæ á Vaðbrekku. Benedikt var vinnumaður hjá Elíasi Jónssyni, sem lengi bjó hér í dalnum og fluttist með honum frá Vaðbrekku í Aðalból 1898. Það eru því mjög miklar líkur til að sverðið hafi fundist hér í landinu, fyrst það er selt um eða fyrir aldamótin. Ég hef aldrei heyrt að sverð þetta hafi á nokkurn hátt verið sett í samband við kuml Hrafnkels, enda slíkt óhugsandi, ef það hefur fundist á þessum slóðum.“7 Á næstu mánuðum hafði ég tal af nokkrum mönnum, er búsettir höfðu ver- ið í Hrafnkelsdal í byrjun aldarinnar, en enginn þeirra vissi neitt um sverðið. Einn þessara manna, Erlingur Sveinsson, benti mér á að leita til Bjarna Gíslasonar, er lengi bjó í Fljótsdal, en hafði í æsku dvalist í Hrafnkelsdal. Bjarni átti heima á Reyðarfirði um þessar mundir og þar hafði ég tal af honum 7. júlí árið 1965 og spurði hann um sverðið. Bjarni sagði: „Sverðið fannst á ystu mýrinni í Teignum. Rétt fyrir innan Arnarbælið er hall og síðan tekur mýrin við og það var á nær miðri þeirri mýri sem sverðið fannst. Benedikt ísaksson fann það og sagði mér frá sjálfur. Ég kom í Vað- brekku árið 1903, 16 ára gamall.“8 Nú hefði mátt ætla að mál þetta væri farsællega leyst, en þó hélt ég enn um hríð uppi spurnum um þá menn er ég taldi að gætu gefið einhverjar upplýsingar um fundarstað sverðsins og fundaratvik. Las ég mig eftir sóknarmannatölum úr Hrafnkelsdal frá því fyrir og um aldamót og reyndi síðan að ná tali af þeim mönnum sem þar höfðu dvalist á þeim tíma eða þá niðjum þeirra. Þessi við- leitni bar þó engan árangur. Þá fór ég einnig á þær slóðir, sem Bjarni hafði bent mér á sem fundarstað, en þar var ekkert sérstakt að sjá, og fljótt á litið sáust þar engin merki um fornar minjar. Snemma sumars árið 1978 átti ég tal við Pál Gíslason, bónda á Aðalbóli. Hann sagði mér þá eftir Sverri Þorsteinssyni í Klúku í Fljótsdal, að umrætt sverð væri talið fundið í Skænudalnum. Ég hitti Sverri að máli á Aðalbóli 19. september sama ár og spurði hann um sverðið og fundaratvik. Sverrir sagði: „Benedikt ísaksson fann sverðið í leirflagi i Skænudalnum, frekar utan við Skænudalsá en innan, að því mér er sagt. Benedikt var þá á Vaðbrekku, en hann dvaldist síðari ár sín í Fljótsdal, m.a. á Glúmsstöðum, en var síðast heimilismaður á Langhúsum. Hann dó í desember 1937. Hér í Hrafnkelsdal var Benedikt þau ár sem þeir bjuggu hér Elías og Þorsteinn. Ég heyrði Benedikt segja frá því hvar hann fann sverðið og ég heyrði húsbónda hans Þorstein Jónsson, einnig segja frá því. Þorsteinn bjó á Aðalbóli ,,1907-1925“9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.