Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 39
SVERÐIÐ ÚR HRAFNKELSDAL 43 Meira ritaði ég ekki eftir Sverri Þorsteinssyni í þetta skipti. Margt gesta var á Aðalbóli þetta kvöld og mikið skvaldur, en eitthvað var áfram vikið að sverðinu eftir að ég stakk niður skriffærunum. Er ég hugleiddi síðar hvaða orð hefðu fallið, þá minnti mig, að Sverrir hefði haft það eftir Benedikt ísaks- syni, að liklega hefðu þeir týnt sverðinu Sámur Bjarnason og Þjóstarssynir, er þeir fóru að Hrafnkeli, eins og sagt er í Hrafnkelssögu.10 Gerði ég mér því sér- staka ferð í Klúku 1. ágúst 1979 og innti Sverri nánar eftir atvikum um sverðs- fundinn og því sem hann hafði heyrt Benedikt segja sjálfan. Sverrir sagði þá: „Bensi var einn af þeim sem las mikið í íslendingasögum og ég heyrði hann sjálfan vera með þá tilgátu, að sverðið hefði tapast úr farangri þeirra sem fóru að Hrafnkeli. Mér skildist að hann hefði fundið sverðið ofarlega í Skænu- dalnum. Bensi var í Hrafnkelsdalnum frá því hann var unglingur og þekkti sig því vel þar. Hann fann einnig spjótsodd i Hrafnkelsdalnum eða kannski á Jökuldalnum, innan við Bakkastaði.11“ í Hrafnkels sögu Freysgoða segir á þessa leið frá því, er þeir fóru að Hrafn- keli Sámur og Þjóstarssynir: „...Þeir koma í nætrelding í Jökulsdal, fara yfir brú á ánni, ok var þetta þann morgin, er féránsdóm átti at heyja. Þá spyrr Þorgeirr, hversu þeir mætti helzt á óvart koma. Sámr kvazk kunna ráð til þess. Hann snýr þegar af leið- inni ok upp á múlann ok svá eptir hálsinum milli Hrafnkelsdals ok Jökulsdals, þar til er þeir koma útan undir fjallit, er bærinn stendr undir niðri á Aðalbóli."12 Leið sú, er hér er lýst, liggur rétt fyrir ofan Skænudalinn eða um hann efst. Ljóst er, að hafi Benedikt ísaksson látið að því liggja, að sverðið hafi tapast úr farangri þeirra Sáms, þá hlýtur hann að hafa fundið'það nærri þeirri leið sem sagan telur þá hafa farið. Benedikt var heimilisfastur á Vaðbrekku árið 1897 og einn heimildarmanna getur þess, að hann hafi verið beitarhúsasmali á Bakkastöðum, er hann fann sverðið (sjá athugasemd nr. 7). Leið hans á beitarhúsin hlaut að jafnaði að liggja yfir hálsinn milli Hrafnkelsdals og Jökuldals, stundum upp frá Vað- brekku og stundum utar, eftir því hve langt fé hans fór frá húsum á Bakkastöðum. Þegar leið fram á vor, var þess að vænta, að beitarhúsafé á Bakkastöðum leitaði inn til landsins og þá breyttist einnig leið beitarhúsa- smalans. Þá var allt eins líklegt að hann tæki stefnuna inn Skænudalinn frá Vaðbrekku og þar yfir hálsinn, til þess að vera viss um að komast fyrir féð án þess að leggja á sig óþarfa króka. Því er rökrétt að álykta, að beitarhúsasmali á Bakkastöðum eigi mörg spor í Skænudalnum hvert vor. Eini heimildar- maður sem tiltekur fundartíma sverðsins nákvæmlega, Ernst lyfsali, segir að það hafi fundist vorið 1897. Verður Ernst að teljast nokkuð traust heimild hvað þetta varðar, þar sem sú staðhæfing hafði áður verið sett fram og ekki mótmælt, að hann hafi keypt sverðið af þeim manni sem fann það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.