Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 44
LILJA ÁRNADÓTTIR FUNDIN MANNABEIN I NEÐRANESI Nú í seinni tíð gerist það æ oftar, að safnfólki er gert viðvart, þegar mann- vistarleifar af einhverju tagi koma úr jörðu við umrót og framkvæmdir. Þegar svo ber til er nauðsynlegt að gerð sé skýrsla enda þótt sjaldnast sé hægt að gera tæmandi rannsókn í slikum tilfellum. En atvikin að þessu og þær fornleifar, sem líta dagsins ljós, eru heimildir fyrir okkur og þá ekki síst fyrir þá sem eftir koma. Það er trúa mín, að þær gleymist síöur, ef frá þeim er sagt á prenti. Þess vegna mun ég hér skýra í stuttu máli frá beinaleifum, sem komu í ljós hjá Neðranesi í Mýrasýslu sumarið 1980. Einnig mun ég setja fram nokkrar hugleiðingar mínar í sambandi við fund þennan. Bærinn Neðranes er í Stafholtstungum, í Syðstutungunni, sem er á milli Þverár og Hvítár. Hann stendur á bökkum Þverár rétt þar sem ármótin eru nú. í Nesfaxinu í hásuður frá bænum eru friðlýstar leifar Þverárþingstaðar. Þarna er flatlent, en gamla íbúðarhúsið stendur á lágri hæð og eru gripahúsin í suðaustur þaðan. Fyrir liðlega 70 árum var grafið fyrir áðurnefndu íbúðarhúsi og kom þá í ljós allnokkuð af mannabeinum að sögn Sigurðar bónda Þorbjörnssonar. Það var faðir hans, sem byggði það hús. Beinin voru færð til greftrunar við sóknarkirkjuna í Stafholti eins og þá var siður. Allmörgum árum síðar steypti Sigurður garðvegg sunnan við húsið og sáust þá einnig beinaleifar, en af þeim voru einungis tennur heillegar. Sumarið 1980 var grafið fyrir nýju íbúðarhúsi í Neðranesi rétt austan við gamla bæinn. Þegar ýtustjórinn var u.þ.b. að ljúka verki sinu sá hann glitta í eitthvað torkennilegt í uppmokstrinum. Við nánari athugun reyndist það vera allmikið af mannabeinum. Sigurður hringdi til Þjóðminjasafnsins og tilkynnti um atburðinn, en skýrði jafnframt frá, að eitthvað væri eftir af óhreyfðum leifum, sem ýtutönnin hefði ekki náð að taka með. Að ráði þjóðminjavarðar var verkið stöðvað, en öll laus bein tínd saman og þeim komið til safnsins. Þann 9. júli kom ég á vettvang til að athuga, hvort einhver ummerki væru eftir grafir eða slikt. Staðurinn þar sem beinaleifarnar fundust var í nyrsta parti niðurgraftarins í afliðandi halla mót suðri. Jarðveginum, sem þarna er eilítið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.