Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 45
FUNDINN MANNABEIN í NEÐRANESI
49
sandborin mold, hafði verið ýtt í suður og austur. Þarna blasti við vel afmörk-
uð beinahrúga, um 80 cm austan við allhátt barð, sem myndaðist þegar ýtt
var. Hún var 50 x 60 cm að stærð, en einungis voru eftir um 10 cm eftir niður
á óhreyfðan jarðveg. Heimamenn álitu, að á að giska 60-70 cm hefðu verið
niður á leifarnar frá yfirborði. Ég gróf upp þau bein, sem eftir voru, en þau
voru svo fá, að þau komust fyrir í litlum kassa. Einnig athugaði ég jarðveginn
í kring, en þar var ekkert að finna og ekkert var heldur að sjá í barðinu vestan
við. Við athugun mína leit því út fyrir, að hér væri um að ræða holu og í henni
hefði verið grafinn samtíningur af beinum.
Dr. Jón Steffensen rannsakaði nákvæmlega þessar beinaleifar. Þau bein,
sem á annað borð var hægt að greina eru lítt fúin og úr eigi færri mönnum en
tíu, en alls engin dýrabein voru þar á meðal. Beinin eru úr barni á fyrsta ári,
tveimur börnum fimm til sex ára, einum unglingi, sennilega karli, og sex full-
orðnum. Þar af eru örugglega tveir karlar og ein kona og hinir þrír hafa senni-
lega líka verið konur.
Þegar við vitum nú úr hversu mörgum einstaklingum beinin eru og að þau
eru úr fólki á ýmsum aldri er senfiilegast að ætla þau komin úr kirkjugarði eða
grafreit. Hafi þau eftir jarðrask verið grafin þarna niður í stað þess að vera
flutt í kirkjugarð.
Engar ritaðar heimildir hef ég fundið um að kirkja eða bænhús hafi verið
í Neðranesi. í máldaga Stafholtskirkju um 1140 á hún m.a. jarðirnar Svarf-
hól, Bjargastein og Hofstaði, sem allar eru á milli Norðurár og Þverár, en
ennfremur á kirkjan alla eyna þar sem Þverárþing stendur.1 í Gíslamáldögum
og síðar á Stafholtskirkja m.a. jarðirnar Svarfhól, Bjargastein og Nes.2 Þegar
þeir Árni Mangússon og Páll Vídalín safna efni í Jarðabók sína 1708 á Staf-
holtskirkja ennþá Neðranes.3
Víða i heimildum er getið um bænhús á miðöldum, sem hafa verið lögð
niður eftir siðaskipti. En oft vill til, að mannabein koma úr jörðu á stöðum
þar sem þeirra er alls ekki von, bæði heima við bæi og þar sem nú er víða-
vangur. Ekki er auðvelt að álykta neitt um, hvað hefur ráðið því hvort bæn-
hús voru á bæjum. Það hefur vafalítið verið hagræði fyrir bændur að geta
fengið alla prestsþjónustu heima enda þótt það kostaði fé að halda bænhús.
Það kostaði nefnilega einnig fé að fá leg í kirkjugarði,4 og að því er maður
ímyndar sér oft ærna fyrirhöfn að komast til kirkju um misjafnan veg og í
misgóðu veðri.
Þessar áðurnefndu beinaleifar gætu bent til þess, að bænhús hafi verið í
Neðranesi, og þá trúlegast áður en jörðin komst leigu Starfholtskirkju, en það
hafi lagst niður eigi síðar en á 16. öld. Hefði það staðið lengur eru meiri líkur
til, að við hefðum einhverjar heimildir fyrir því, eins og að samkvæmt munn-