Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gróður og landslag en borgin Jerúsalem fjærst. Undir myndinni stendur
Christi Skýrn.
Á hægra væng er efst mynd af því er líkami Jesú er lagður í gröfina, klæð-
laus að undanteknu lendaklæði, og standa lærisveinar hans hjá og að auki
tvær konur með slæður. Undir myndinni stendur: Christi Greptran. Mið-
myndin er upprisan, þar sem Kristur svífur í geislabaugi, með lendaklæði og
brúnleita skikkju sveipaða um sig, en rómversku hermennirnir, sem gættu
grafarinnar, falla felmtursfullir til jarðar hægra megin. Eru þeir með alvæpni,
hjálma, brynjur og skildi og halda tveir á atgeirum. Stendur undir myndinni:
Christi Upprisa. Neðsta myndir er svo dómsdagsmynd, þar sem Kristur situr á
skýjastóli og kallar menn til dómsins, beggja vegna í skýjunum sjást hinir
upprisnu og neðst rísa menn úr gröfum sinum. Safnast hinir hólpnu vinstra
megin en hægra megin steypast hinir fordæmdu niður í elda helvítis. í skýj-
unum flýgur engill og blæs í lúðurinn. Stendur undir myndinni: Christi Aptur-
koma til Domsins.
Allar eru myndirnar á töflunni, bæði sjálf minningarmyndin og þó einkum
myndirnar á vængjunum, allvel gerðar og sýnilega af engum viðvaningi,
heldur æfðum listamanni, sem hlotið hefur skólun í málaralist. Sést það best á
litameðferð og fyrirkomulagi myndanna, en þó einkum á öllum hlutföllum
mannslíkamans, sem óæfðum listamönnum fyrri tíðar hefur oft reynst erfið-
ast að fylgja, svo og fjarvíddinni, sem hér er vel af hendi leyst.
Utan á vængjunum er latnesk áletrun og með latínuletri. Á að lesa efri hlut-
ann, ofan við strikið, þvert yfir báða vængina, en neðan við strikið er hún les-
in niður hvorn væng fyrir sig:
CHRISTO =
ET BONÆ =
NOBlLISSlMORg
BIORNO
NIS GIS
LAVIl
PRÆFACTURÆ
BARDASTRAND:
PRÆSID: REG:
QVI
NATUS Aq 1650
DENAT: Aa 1679
VIXIT Anis 29
Hljóðar áletrunin þannig á íslensku:
Helgað Kristi og góðri minningu göfugra hjóna, Bjarnar Gíslasonar, kon-
unglegs sýslumanns í Barðastrandarsýslu, sem fæddist árið 1650, dó árið 1679.
Lifði í 29 ár. — Guðrúnar Eggertssdóttur, heiðarlegrar og guðhræddrar hús-
frúar, sem fæddist árið 163, , dó árið , lifði ár.
= SACRUM
= MEMORIÆ
= CONJUGUM
GUDRU
NÆ EGGER
TI Filiæ
MATRONÆHO
NESTISS: ET
PIISSIMÆ
QVÆ
NATA Aq 163
DENAT: A2
VIXIT Anis