Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 54
58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Áletrunin er með svörtu letri á rauðleitum grunni og undir áletruninni er á báðum vængjum hnútur, ekki ósvipaður bókahnút frá Hólaprentverkinu á þessum tíma. Letrið er misstórt, hefur verið strikað fyrir línunum, bæði ofan og neðan, þannig að allir stafir í hverri línu eru jafnháir og er eftirtektarvert, hve letur- gerðin er fögur og jöfn, mjög nákvæmlega teiknuð undir málningu. Sést hér enn betur, að hér hefur verið að verki listamaður, sem mikla kunnáttu hefur haft í dráttlist. Guðrún Eggertsdóttir í Bæ, sem greinilega lætur gera töfluna til minningar um Björn mann sinn, svo og sjálfa sig, var fædd árið 1637. Hún hefur því ver- ið 13 árum eldri en bóndi hennar, og varð háöldruð, lést árið 1724. Guðrún var dóttir Eggerts sýslumanns ríka, Björnssonar í Bæ og Skarði á Skarðs- strönd, en Björn, maður hennar, var sonur Gísla sýslumanns á Hlíðarenda Magnússonar (Vísa-Gísla). Björn stundaði skólanám hér heima og erlendis, gerðist sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1674 og bjó í Bæ. Það ár kvæntist hann Guðrúnu og hefur fengið jörðina með henni. Hann lést aðeins fjórum árum síðar, úr sárasótt að því er talið er, og varð Guðrún kona hans blind í veikindum manns síns. Börn þeirra dóu nýfædd og eru engir afkomendur frá þeim komnir.1 Björn þótti harðdrægur og þau hjón bæði. Guðrún varð geysileg eigna- manneskja, átti fjölda jarða þar vestra og hafði umboð annarra. Hún hafði mörg skip á útvegi í verstöðvum vestra, svo sem best sést í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, þannig að aðrir máttu vart út gera úr sumum verstöðvum. Virðast henni, þótt blind væri, hafa opnast allar leiðir til fjár- öflunar og ríkidæmis. Ekki sést, hvenær Guðrún lætur gera töfluna. Eru skildar eftir eyður fyrir dánarári hennar og aldursárum, en einnig sést, að listamaðurinn hefur ekki vitað fæðingarár hennar með vissu og því ekki sett síðasta stafinn. Minningartaflan er komin úr Saurbæjarkirkju til Þjóðminjasafnsins, svo sem fyrr segir. Er því næst að ætla að hún hafi verið í kirkjunni alla tíð og eign hennar, en einkennilegt er, að hennar er ekki getið í vísitasíum fyrr en alllöngu eftir dauða Guðrúnar. í hinum afarnákvæmu vísitasíum Þórðar biskups Þor- lákssonar 1683, Jóns biskups Vídalíns árið 1700 og 1710 og Jóns biskups Árnasonar 1725 og aftur 1733 er töflunnar hvergi getið, og er hún þó örugg- lega að ætla má gerð fyrir þann tíma er Jón Árnason vísiterar, þar eð Guðrún deyr 1724. Það er fyrst í prófastsvísitasíu 27. ágúst 1750 sem töflunnar er getið, svo öruggt virðist, en þá segir: „Vængjabrík yfir kórdyrum með olíufarfa“, en altaristöflu er hvergi getið. Hannes biskup Finnsson lýsir töflunni fyrst svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.