Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 64
68
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Bibit ille, bibit illa,
Bibit servus cum ancilla.
Þetta þýðir hér um bil: Nunnan étur, klerkurinn étur, enginn dregur af sér
við átið. Hann drekkur og hún drekkur og húskarlinn drekkur með vinnu-
konunni.14
Önnur frásögn í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er eftir handriti Sumarliða
Brandssonar úr Þorskafirði, f. 1799:
„Þriðjudagskvöld í sjö vikna föstuinngang gekk mikið á að brytja og sjóða
hangikjötið. Þókti lítið handa milli ef ekki var sauðarfall fyrir fjóra. Skammt-
að var á stórum diskum; var sumum hótað straffi ef ekki var borðað svo frek-
lega sem hæfa þókti. Allir mötuðust í hvílu sinni. Þá áttu allir að gjalda
þjónustu kaup og ekki til orða tekið þó þær lægi hjá þeim að nóttunni. Þegar
hjónin voru búin að borða af langlegg og mjöðminni var hvurtveggja hengt
upp yfir sæng hjónanna. Dytti annað fyrstu vikuna átti það parið að deyja
það ár; dytti annað eða bæði um föstuna boðaði skammlifi, en langa lífdaga
ef uppi tolldu jafnlengd. Að morgni fyrir dag heimti bóndi saman allar leifar.
Geyma átti þær allar þar til laugardag fyrir páska....Þegar á fætur var komið
lagðist allt fólkið frá útidyrum til svefnhúsdyra, vóru settar iljar við hvirfil.
En ef fleira var fólk en ein röð var byrjað á annarri. Þarna var legið tvo tíma
þar til öskudagur var bjartur um allt loft.“15
Nokkrar fleiri heimildir um sprengidaginn er að finna frá 19. öld.
í endurminningum Árna Sigurðssonar, sem miðast við Breiðdal í Suður-
Múlasýslu á árunum 1849-57, segir þannig:
„Þriðjudaginn í föstuinngang (sprengikvöld) var nærri alls staðar gefið
hangið kjöt.“16
í blaðinu Norðra á Akureyri árið 1860 er getið um ýmsa hátíðisdaga, og
segir þar m.a:
„Vjer höfum jól og nýár, sprengikvöld og öskudag, skírdagsgraut og föstu-
daginn langa.“17
í þætti af Eyvindi Jónssyni duggusmið, sem til er í eiginhandarriti Bólu-
Hjálmars frá u.þ.b. 1860-1874, segir svo:
„Það var einn vetur, að bóndi hélt sprengikveld að föstugangi, og leifði
hann af borðum sínum stórum sauðarlanglegg, hvern hann hengdi á hækl-
inum upp í baðstofumænirinn yfir hvílu sinni, og skyldi hann hanga þar alla
föstuna og enginn dirfast að snerta; tíðkuðust slík hindurvitni á þeim tíðum,
og skyldi þetta heita nokkurskonar sjálfsafneitun eður fasta.“18
í frásögn af lifnaðarháttum í Reykjavík á síðara helmingi 19. aldar hefur
Þórbergur Þórðarson þetta eftir þrem Reykvíkingum, sem fæddir voru 1856,
1863 og 1875: