Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að saltkjötið og baunirnar hafi smám saman tekið við af öðrum mat eða sé að
vinna á. Annarrar tilbreytni er naumast getið. Örfáir nefna leiki og önnur
gamanmál, en þau eru annars tengd öskudeginum á eftir og síðar bolludeg-
inum á undan.23
4
Það er eftirtektar vert, að öll elstu dæmin og einnig flest frá 19. öld hafa í
siðara hluta orðsins -kvöld, en ekki -dagur. Þetta er eðlilegt, því að helsti
dagamunurinn var gerður um kvöldið, áður en fastan skyldi hefjast. Sama
merking er og algengust í seinni hluta dagsheitisins í nálægum málum, svo sem
í lágþýsku, en þar eru til fjölmörg afbrigði orðanna Fastnacht og Fastelabend,
en myndin Fastelauen verður í dönsku að fastelavn.
í þessum löndum teygir þetta heiti sig reyndar yfir fleiri daga, föstuinngang-
inn, sem talinn er mislangur eftir landshlutum og tímaskeiði. í Norður-Eng-
landi er alþekkt orðið Fastens E'en um þennan þriðjudag, en algengasta heitið
annarstaðar á Englandi er þó Shrove Tuesday, þar sem shrove er komið úr
saxnesku shrive eða shrift, þ.e.a.s. skriftir, játningar. Orðið Fasten Tuesday
kemur einnig fyrir í ensku á sama hátt og Fastendienstag og Fastelabenddiens-
tag á þýsku. Þess hefur jafnvel verið til getið, að sænska orðið fettisdag og
danskan fed Tisdag (feiti týsdagur) sé til orðið úr fast-tisdag. En það gæti
einnig verið runnið frá franska heitinu mardi gras, sem merkir hið sama.24
Það er hinsvegar nokkurt umhugsunarefni, að myndirnar sprengidagskvöld
og sprengidagur skuli yfirleitt koma fyrir. Tilhneiging málsins er oftast í þá átt
að stytta orð fremur en lengja þau, og því væri líklegra, að sprengikvöld væri
stytting úr sprengidagskvöld, heldur en eignarfallinu -dags hefði verið bætt
inn. Þó má vera, að orðið sprengidagur hafi verið myndað til samræmis við
öskudag næst á eftir.
Fyrri hluti orðsins, sprengi-, er þó torræðastur. Samsvarandi orð er hvergi
þekkt í nálægum málum. Þó er í norsku til nafnið sprengjelaurdag um laugar-
daginn fyrir páska. í Norsk Riksmálsordbok er það útskýrt þannig, að menn
hafi þurft að vinna í spreng:
,,da en arbeider pá spreng for á fá alt unda til helgen.“
Orðið er allþekkt í Mið-Noregi og Þrændalögum, en heimildarmönnum er
merkingin sjaldnast vel ljós. Þá er í Sviss til nafnið Sprengmantig um mánu-
daginn í föstuinngang.25
Því er ekki að leyna, að hin hefðbundna útskýring orðsins sprengidagur,
,,að éta sig í spreng“, er heldur tortryggileg og ber ótvíræðan keim af þjóð-
skýringu. Hið sama er að segja um norsku tilraunina að skýra orðið sprengje-
laurdag. Og ekki bætir úr skák, að hinum norsku og íslensku skýringartil-
raunum skuli ekki bera saman.
Einsog áður sagði hefur ekkert sviplíkt nafn á þriðjudeginum í föstuinn-