Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 66
70 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS að saltkjötið og baunirnar hafi smám saman tekið við af öðrum mat eða sé að vinna á. Annarrar tilbreytni er naumast getið. Örfáir nefna leiki og önnur gamanmál, en þau eru annars tengd öskudeginum á eftir og síðar bolludeg- inum á undan.23 4 Það er eftirtektar vert, að öll elstu dæmin og einnig flest frá 19. öld hafa í siðara hluta orðsins -kvöld, en ekki -dagur. Þetta er eðlilegt, því að helsti dagamunurinn var gerður um kvöldið, áður en fastan skyldi hefjast. Sama merking er og algengust í seinni hluta dagsheitisins í nálægum málum, svo sem í lágþýsku, en þar eru til fjölmörg afbrigði orðanna Fastnacht og Fastelabend, en myndin Fastelauen verður í dönsku að fastelavn. í þessum löndum teygir þetta heiti sig reyndar yfir fleiri daga, föstuinngang- inn, sem talinn er mislangur eftir landshlutum og tímaskeiði. í Norður-Eng- landi er alþekkt orðið Fastens E'en um þennan þriðjudag, en algengasta heitið annarstaðar á Englandi er þó Shrove Tuesday, þar sem shrove er komið úr saxnesku shrive eða shrift, þ.e.a.s. skriftir, játningar. Orðið Fasten Tuesday kemur einnig fyrir í ensku á sama hátt og Fastendienstag og Fastelabenddiens- tag á þýsku. Þess hefur jafnvel verið til getið, að sænska orðið fettisdag og danskan fed Tisdag (feiti týsdagur) sé til orðið úr fast-tisdag. En það gæti einnig verið runnið frá franska heitinu mardi gras, sem merkir hið sama.24 Það er hinsvegar nokkurt umhugsunarefni, að myndirnar sprengidagskvöld og sprengidagur skuli yfirleitt koma fyrir. Tilhneiging málsins er oftast í þá átt að stytta orð fremur en lengja þau, og því væri líklegra, að sprengikvöld væri stytting úr sprengidagskvöld, heldur en eignarfallinu -dags hefði verið bætt inn. Þó má vera, að orðið sprengidagur hafi verið myndað til samræmis við öskudag næst á eftir. Fyrri hluti orðsins, sprengi-, er þó torræðastur. Samsvarandi orð er hvergi þekkt í nálægum málum. Þó er í norsku til nafnið sprengjelaurdag um laugar- daginn fyrir páska. í Norsk Riksmálsordbok er það útskýrt þannig, að menn hafi þurft að vinna í spreng: ,,da en arbeider pá spreng for á fá alt unda til helgen.“ Orðið er allþekkt í Mið-Noregi og Þrændalögum, en heimildarmönnum er merkingin sjaldnast vel ljós. Þá er í Sviss til nafnið Sprengmantig um mánu- daginn í föstuinngang.25 Því er ekki að leyna, að hin hefðbundna útskýring orðsins sprengidagur, ,,að éta sig í spreng“, er heldur tortryggileg og ber ótvíræðan keim af þjóð- skýringu. Hið sama er að segja um norsku tilraunina að skýra orðið sprengje- laurdag. Og ekki bætir úr skák, að hinum norsku og íslensku skýringartil- raunum skuli ekki bera saman. Einsog áður sagði hefur ekkert sviplíkt nafn á þriðjudeginum í föstuinn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.