Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Qupperneq 107
INNSIGLI JÓNS SKÁLHOLTSBISKUPS
111
7. mynd. Skjaldarmerki cettarinnar Finkenov og afbrigöi sem þekkt eru. — Eftir Sven Tito
Achen, Danske Adelsvábener (1973) og teikn. V.Ö. V.
annað en að hann lætur dæma Oddastað af Vigfúsi Þorbjarnarsyni presti og
sendir hann undir náð páfa til afláts og lausnar.28 Hann deyr svo á biskups-
stóli síðla árs 1413 og mun holdsveiki hafa dregið hann til dauða. í páfabréfi
frá 24. júlí 1413, sem Jóhannes XXIII páfi sendir biskupinum í Lýbíku er
meginefnið veikindi Jóns biskups. Páfi biður biskupinn að grennslast fyrir
um hvort presturinn Árni Ólafsson (síðar biskup í Skálholti) sé nothæfur til
að hafa andlega og veraldlega forsjá með „þeim söfnuði á úthafseyju, sem
mælt sé að fyrirfinnist á enda veraldar.“29 Samkvæmt bréfinu á Jón að vera
yfirkominn af sjúkdóminum, og hold hans og bein hrynja af fótum og
höndum. Jón er aldrei nefndur sem danskur ntaður í heimildum, hvorki í
bréfabók Munklífiskklausturs né í bréfum og annálum íslenskum. Það er fyrst
í Kristnisögu Jóns biskups Helgasonar að hann er nefndur hinn danski,30 og
er það vafalaust vegna þess að vitað er að Eiríkur konungur af Pommern
(1382-1452) var verndari Munklífis og annarra rikra stofnana í tíð Jóns ábóta.
En það mun hafa verið stefna konungs á þessum tíma, rétt eftir sameiningu
Norðurlanda, að hafa sem flesta embættismenn danska og holla sér. Þannig
fáum við danska menn í embætti fyrir aldamótin 1400 og þannig kom það til
að hinn ódæli Jón Gerreksson er útnefndur biskup í Skálholti 1426 af Eiríki
konungi og sömuleiðis Godsvin Comhaer 1437. Þeir voru báðir menn af bestu
ættum og gæðingar konungs.
Eitt atriði ætti þó að geta orðið til þess að varpa ljósi á uppruna biskups, en
það er skjaldarmerkið sem á innsiglinu er (6. mynd). Samsetning þess, hinn tví-
skipti skjöldur, með 6 kúlum eða punktum i vinstri eða efri helmingi, á sér
enga beina hliðstæðu í safni danskra aðalinnsigla.31 Þó er nokkur svipur með
því og skildi aðalsættarinnar Finkenov (sjá 7. mynd), og aðrir ættarskildir
sem þekktir eru á Norðurlöndum koma varla til greina i því sambandi.32
Finkenov-ættin er upprunnin í Þýskalandi og eru einstakir meðlimir hennar
þekktir í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Fyrstu Finkenovarnir, sem nefnir eru
í Danmörku, eru bræðurnir Pétur og Níels eða Nikulás, Jakobssynir. Hinn
síðarnefndi, sem einnig var kallaður ,,rusari“ var á árunum 1382-86 erki-