Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 116

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 116
120 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ásinn. Verður umhverfi þar nánar lýst síðar í þættinum og rústinni sjálfri. En nú var eftir að vita hvaða menn höfðu hér að húsbyggingu staðið. Eftir að gerð hafði verið nokkur leit í kirkjubókum og sýsluskjölum Gull- bringu- og Kjósasýslu komu fram eftirfarandi heimildir um fólk það sem rúst- in forna við Fóelluvötn er eftir. Um aldamótin 1800 bjó í Skildinganesi Guðmundur útvegsbóndi Jónsson. Hann var lögréttumaður og hreppstjóri, fjáður vel og talinn hinn merkasti maður. Hann var sonur Jóns bónda á Mógilsá, Gislasonar og konu hans Margrétar Grímsdóttur frá Þormóðsdal í Mosfellssveit. Guðmundur lögréttu- maður í Skildinganesi var kvæntur Guðríði Ottadóttur, bónda á Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. Þau Guðmundur og Guðríður munu hafa búið fyrst í Effersey en fluttu að Skildinganesi um 1787 og bjuggu þar fram um 1814, en fluttu þá upp að Lágafelli í Mosfellssveit. Þar bjuggu þau svo til dauðadags, en þau önduðust bæði sumarið 1826. í Annál 19. aldar er getið um lát Guðmundar með eftirfarandi orðum: „Dáinn er 26. september (1826) Guðmundur Jóns- son að Lágafelli í Mosfellssveit 69 ára. Lengi forkólfur flestra manndóms- fyrirtækja til lands og sjávar í bændastöðu á Inn-Nesjum sunnanlands, ein- hver hinn mesti dugnaðarmaður, sæmdur af konungi gullpeningi 19. nóv- ember 1802 fyrir björgun Bjarna Þórðarsonar frá drukknun við Kerlingarsker 20. maí 1801. Hann var ágætur smiður, hygginn, góðgjarn og framsýnn og fyrirtaks höfðingi sinnar stéttar.“ — Eftir Guðmund voru allmiklar eignir, bæði í lausafé og jarðeignum. Dánarbúið hljóp á, eða ,,inntektarsumman“' eins og það var nefnt, 4.639 ríkisd. 23 skildinga. í sögu Reykjavíkur getur Klemens Jónsson þeirra Skildinganeshjóna og nefnir nokkra afkomendur þeirra. Segir þar svo m.a.: „Kona Guðmundar var Guðríður Ottadóttir frá Hrólfsskála og áttu þau fjölda barna er margt manna er frá komið; urðu þau merkilega kynsæl. Jón var elstur sona þeirra. Hann var stúdent og kallaði sig Effersöe eftir fæðingarstað sínum, fór til Færeyja og er frá honum ein helsta ættin þar í eyjum, Effersöeættin. Otti hét annar, líka stúdent, tók próf í dönskum lögum og varð sýslumaður (í Snæfellsnessýlsu). Pétur bóndi í Engey var þriðji sonurinn. Hann átti Ólöfu Snorradóttur hins ríka í Engey og marga afkomendur, svo sem Þórð í Glasgow, Þórunni konu Brynjólfs í Engey Bjarnasonar, þá bræður Erlend í Skildinganesi, Pétur í Engey, Otta skipasmið og Hafliða verslunarmann Guðmundsson, Ingjald á Lambastöðum Sigurðsson, Pétur Kristinsson í Engey, séra Bjarna Jónsson dómkirkjuprest og ótal fleiri. Er þessi ætt ósvikin Nesjaætt.“ Hér lýkur því sem tekið er upp úr sögu Reykjavíkur. En við það má svo bæta, að fleiri voru börn þeirra Skildinganeshjóna en upp hafa verið talin. Meðal þeirra voru Gísli bóndi og hreppstjóri á Ingunnarstöðum í Brynjudal, Margrét kona Þórðar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.