Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 116
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ásinn. Verður umhverfi þar nánar lýst síðar í þættinum og rústinni sjálfri. En
nú var eftir að vita hvaða menn höfðu hér að húsbyggingu staðið.
Eftir að gerð hafði verið nokkur leit í kirkjubókum og sýsluskjölum Gull-
bringu- og Kjósasýslu komu fram eftirfarandi heimildir um fólk það sem rúst-
in forna við Fóelluvötn er eftir.
Um aldamótin 1800 bjó í Skildinganesi Guðmundur útvegsbóndi Jónsson.
Hann var lögréttumaður og hreppstjóri, fjáður vel og talinn hinn merkasti
maður. Hann var sonur Jóns bónda á Mógilsá, Gislasonar og konu hans
Margrétar Grímsdóttur frá Þormóðsdal í Mosfellssveit. Guðmundur lögréttu-
maður í Skildinganesi var kvæntur Guðríði Ottadóttur, bónda á Hrólfsskála á
Seltjarnarnesi. Þau Guðmundur og Guðríður munu hafa búið fyrst í Effersey
en fluttu að Skildinganesi um 1787 og bjuggu þar fram um 1814, en fluttu þá
upp að Lágafelli í Mosfellssveit. Þar bjuggu þau svo til dauðadags, en þau
önduðust bæði sumarið 1826. í Annál 19. aldar er getið um lát Guðmundar
með eftirfarandi orðum: „Dáinn er 26. september (1826) Guðmundur Jóns-
son að Lágafelli í Mosfellssveit 69 ára. Lengi forkólfur flestra manndóms-
fyrirtækja til lands og sjávar í bændastöðu á Inn-Nesjum sunnanlands, ein-
hver hinn mesti dugnaðarmaður, sæmdur af konungi gullpeningi 19. nóv-
ember 1802 fyrir björgun Bjarna Þórðarsonar frá drukknun við Kerlingarsker
20. maí 1801. Hann var ágætur smiður, hygginn, góðgjarn og framsýnn og
fyrirtaks höfðingi sinnar stéttar.“ — Eftir Guðmund voru allmiklar eignir,
bæði í lausafé og jarðeignum. Dánarbúið hljóp á, eða ,,inntektarsumman“'
eins og það var nefnt, 4.639 ríkisd. 23 skildinga.
í sögu Reykjavíkur getur Klemens Jónsson þeirra Skildinganeshjóna og
nefnir nokkra afkomendur þeirra. Segir þar svo m.a.: „Kona Guðmundar var
Guðríður Ottadóttir frá Hrólfsskála og áttu þau fjölda barna er margt manna
er frá komið; urðu þau merkilega kynsæl. Jón var elstur sona þeirra. Hann
var stúdent og kallaði sig Effersöe eftir fæðingarstað sínum, fór til Færeyja
og er frá honum ein helsta ættin þar í eyjum, Effersöeættin. Otti hét annar, líka
stúdent, tók próf í dönskum lögum og varð sýslumaður (í Snæfellsnessýlsu).
Pétur bóndi í Engey var þriðji sonurinn. Hann átti Ólöfu Snorradóttur hins
ríka í Engey og marga afkomendur, svo sem Þórð í Glasgow, Þórunni konu
Brynjólfs í Engey Bjarnasonar, þá bræður Erlend í Skildinganesi, Pétur í
Engey, Otta skipasmið og Hafliða verslunarmann Guðmundsson, Ingjald á
Lambastöðum Sigurðsson, Pétur Kristinsson í Engey, séra Bjarna Jónsson
dómkirkjuprest og ótal fleiri. Er þessi ætt ósvikin Nesjaætt.“ Hér lýkur því
sem tekið er upp úr sögu Reykjavíkur. En við það má svo bæta, að fleiri voru
börn þeirra Skildinganeshjóna en upp hafa verið talin. Meðal þeirra voru Gísli
bóndi og hreppstjóri á Ingunnarstöðum í Brynjudal, Margrét kona Þórðar