Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 125

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 125
JÓN STEFFENSEN ATHUGASEMD OG ÁBENDING varðandi grein Guðrúnar Sveinbjarnardóttur og samstarfsmanna: Excavations at Stóraborg, a palaeoecological approach Það er vissulega fagnaðarefni að nú eru hafnar hinar fyrstu skipulegu rann- sóknir á hérlendum sorphaugum, svo áhugaverðir sem þeir eru fyrir lífshætti genginna kynslóða. Því er svo ekki að leyna að það urðu mér nokkur von- brigði að lesa í Árbók 1980 hina snöggsoðnu bráðabirgðaskýrslu um upphaf rannsóknanna og sögulegan inngang. En það sem kemur mér til að grípa til pennans er hversu frjálslega mér eru gerðar upp skoðanir þegar sagt er um rannsóknir Jóns Steffensens á mannabeinum frá Skeljastöðum (Forntida gár- dar i Island, 1943, bls. 227 ff.): ,,but this one sample is too little to give much idea of the mediæval Icelandic population, either in terms of stature-or mortality“. Það hefur aldrei hvarflað að mér, að Skeljastaðabeinin, jarðneskar leifar íbúa afdalabyggðar, væru til þess fallin að veita almennar upplýsingar um ís- lendinga á miðöldum. Þetta voru fyrstu athuganir á beinum þeirra og þess- vegna nauðsynlegt, ef meta átti stöðu Þjórsdæla hinna fornu meðal þjóðar- innar, að hafa góðan samanburðarefnivið. Hinn eini sem þá var völ á, voru bein úr heiðnum kumlum, sem varðveitt voru á Þjóðminjasafni. Þau höfðu þá kosti að vera víðsvegar að af landinu og vel tímasett, en þann ókost að vera tiltölulega fá. Þær ályktanir viðvíkjandi hinum fornu íslendingum almennt voru því dregnar af heiðnu beinunum. Þá er það fæð beinagrindanna frá Skeljastöðum, sem fer fyrir brjóstið á greinarhöfundum, jafnframt því sem þeir benda á hvað megi teljast gott í því efni, nefnilega: „Apart from recent work in mediæval York (Dawes and Magilton, 1980), there are few samples from the rest of western Europe and these also tend to be small.“ Hér er stórt upp í sig tekið miðað við að höfund- arnir, sem vitnað er til, láta sér nægja að segja um rannsóknir sínar ,,the first of their size and scope to be published in Britain“, (Dawes and Magilton, 1980, bls. 113). Fjöldi er afstætt hugtak. Ef borinn er saman minnsti fjöldi beinagrinda úr Skeljastaðagarði, 66, við þær 1041 úr garðinum í York (St. Helen-on-the-Walls), þá er hlutur Skeljastaða lítill. En sé spurt hvort
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.