Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 131
ÖRNEFNl OG MINJAR í LANDI BESSASTAÐA
135
Grandanum standa stórir steinar upp úr, en einn er eftirtakanlega hár og reisu-
legur, nokkuð vestur frá hliðinu heim að Bessastöðum og heitir hann Grá-
steinn (4), ágætt kennileiti. í hann eru klappaðar holur í röðum, og ber það til
þess, að þegar vegurinn var lagður út nesið, var fyrst ætlunin að hann lægi
yfir þann stað þar sem steinninn stendur. Þetta var fyrir minni Björns Er-
lendssonar. Var þá búist til að kljúfa steininn og holurnar gerðar. Einhver
álög voru á steininum. Þegar svo átti að fara að reka fleygana og kljúfa
steininn, slasaðist einn maðurinn. Var þá hætt við verkið, sem betur fór, því
að steinninn er hinn ágætasti og sögufrægur, sbr. Dægradvöl, útg. 1965, bls.
12.
Eins og fram kemur í landamerkjaskránni eru merki milli Eyvindarstaða og
Bessastaða bein lína úr Grásteini í miðjan Bessahólma og milli Brekku og
Bessastaða úr Grásteini í Lambhúsatjörn. Á þessari öld mun þó einhver smá-
tota hafa verið seld vestan af þessari keilu, og er því Grásteinn ekki í landi
Bessastaða nú, en þetta skiptir litlu máli hér.
Þegar á Grandann kemur, skiptist vegurinn í þrennt, í vestur, i norður og í
austur eða heim að Bessastöðum. Liggur vegurinn heim á staðinn eftir jökul-
ruðningnum, sem nú er hryggur með vel ræktuðu túni, sem fyrrum var tún
Lambhúsa, hjáleigunnar frá Bessastöðum. Norðan við hrygginn, eða milli
Bessastaða og Eyvindastaða, er víðáttumikill mýraslakki, Eyvindar-
staðamýri (5), sem virðist taka á sig nafnið Breiðamýri þegar kemur lengra
vestur eftir. Björn Erlendsson virðist telja að nafnið Breiðamýri geti jafnvel
átt við alla Eyvindastaðamýri einnig, en það örnefni er þó ekki hér talið með
örnefnum Bessastaða. Úr mýrinni var áður afrennsli gegnum Grandann út í
horn Lambhúsatjarnar, svo sem 2-3 faðma fyrir utan núverandi hlið heim á
staðinn. Þetta var niðurgrafinn lækur, sem illt gat verið að komast yfir vegna
bakkanna, en vatn var lítið. Þó hét þetta Lambhúsaá (6). Hún sést ekki nú,
enda vatn hennar komið í skurði. Kennd var hún við Lambhús (7), smábýlið
þar sem Jón Jónsson lektor (skólastjóri) Bessastaðaskóla bjó, en það var
nokkru vestar en miðja vega frá kirkju að hliði og liggur vegurinn yfir bæjar-
stæðið nú. Sáust byggingarleifar og aska þegar vegur var endurbættur 1972-
73, og þá fannst þar fallega tilhöggvinn steinn, sem nú er á Bessastöðum og
ekki er ótvírætt hvað verið hefur (sjá Árbók hins ísl. fornleifafélags 1974,
kápu og bls. 5). Fram kemur í landamerkjaskránni, að sá hluti Eyvindarstaða-
mýrar, sem næst lá Lambhúsum, hefur heitið Lambhúsaveita (8), en það nafn
er nú gleymt, enda öll mýrin þurrkuð og ræktuð og Lambhús horfin.
Bessastaðaland takmarkast að sunnan af Lambhúsatjörn (9), sem er
Kort af landi Bessaslaða með nokkrum örnefnum og tölum sem visa til minjaskrár. — Hreinteikn-
ing Níels Óskarsson.