Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 131

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 131
ÖRNEFNl OG MINJAR í LANDI BESSASTAÐA 135 Grandanum standa stórir steinar upp úr, en einn er eftirtakanlega hár og reisu- legur, nokkuð vestur frá hliðinu heim að Bessastöðum og heitir hann Grá- steinn (4), ágætt kennileiti. í hann eru klappaðar holur í röðum, og ber það til þess, að þegar vegurinn var lagður út nesið, var fyrst ætlunin að hann lægi yfir þann stað þar sem steinninn stendur. Þetta var fyrir minni Björns Er- lendssonar. Var þá búist til að kljúfa steininn og holurnar gerðar. Einhver álög voru á steininum. Þegar svo átti að fara að reka fleygana og kljúfa steininn, slasaðist einn maðurinn. Var þá hætt við verkið, sem betur fór, því að steinninn er hinn ágætasti og sögufrægur, sbr. Dægradvöl, útg. 1965, bls. 12. Eins og fram kemur í landamerkjaskránni eru merki milli Eyvindarstaða og Bessastaða bein lína úr Grásteini í miðjan Bessahólma og milli Brekku og Bessastaða úr Grásteini í Lambhúsatjörn. Á þessari öld mun þó einhver smá- tota hafa verið seld vestan af þessari keilu, og er því Grásteinn ekki í landi Bessastaða nú, en þetta skiptir litlu máli hér. Þegar á Grandann kemur, skiptist vegurinn í þrennt, í vestur, i norður og í austur eða heim að Bessastöðum. Liggur vegurinn heim á staðinn eftir jökul- ruðningnum, sem nú er hryggur með vel ræktuðu túni, sem fyrrum var tún Lambhúsa, hjáleigunnar frá Bessastöðum. Norðan við hrygginn, eða milli Bessastaða og Eyvindastaða, er víðáttumikill mýraslakki, Eyvindar- staðamýri (5), sem virðist taka á sig nafnið Breiðamýri þegar kemur lengra vestur eftir. Björn Erlendsson virðist telja að nafnið Breiðamýri geti jafnvel átt við alla Eyvindastaðamýri einnig, en það örnefni er þó ekki hér talið með örnefnum Bessastaða. Úr mýrinni var áður afrennsli gegnum Grandann út í horn Lambhúsatjarnar, svo sem 2-3 faðma fyrir utan núverandi hlið heim á staðinn. Þetta var niðurgrafinn lækur, sem illt gat verið að komast yfir vegna bakkanna, en vatn var lítið. Þó hét þetta Lambhúsaá (6). Hún sést ekki nú, enda vatn hennar komið í skurði. Kennd var hún við Lambhús (7), smábýlið þar sem Jón Jónsson lektor (skólastjóri) Bessastaðaskóla bjó, en það var nokkru vestar en miðja vega frá kirkju að hliði og liggur vegurinn yfir bæjar- stæðið nú. Sáust byggingarleifar og aska þegar vegur var endurbættur 1972- 73, og þá fannst þar fallega tilhöggvinn steinn, sem nú er á Bessastöðum og ekki er ótvírætt hvað verið hefur (sjá Árbók hins ísl. fornleifafélags 1974, kápu og bls. 5). Fram kemur í landamerkjaskránni, að sá hluti Eyvindarstaða- mýrar, sem næst lá Lambhúsum, hefur heitið Lambhúsaveita (8), en það nafn er nú gleymt, enda öll mýrin þurrkuð og ræktuð og Lambhús horfin. Bessastaðaland takmarkast að sunnan af Lambhúsatjörn (9), sem er Kort af landi Bessaslaða með nokkrum örnefnum og tölum sem visa til minjaskrár. — Hreinteikn- ing Níels Óskarsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.