Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 168

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 168
172 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS af ef ekki yrði bætt úr. Lítið ber á ofnunum og lýsingu er þannig komið fyrir með veggljósum, að þau má auðveldlega taka ofan ef ástæða þykir til. Undirbúningur var hafinn að áframhaldi viðgerðar á Glaumbæ, en svo fór, að Stefán Friðriksson frá Glæsibæ, sem byrjaður var að gera við bæinn, féll frá skyndilega og varð því ekki meira gert þar að sinni. Stefán hafði verið safninu haukur í horni með viðgerðir. Hann hlóð upp og gerði við Víðimýrar- kirkju árið 1935 og aftur fyrir fáeinum árum og Glaumbæ endurbyggði hann einnig á árunum fyrir stríð. Þá hafði hann endurbyggt baðstofuna í Glaumbæ öðru sinni, og hann stóð fyrir torfverkinu við byggingu Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal. Hann var orðlagður snillingur við torfverk og einn hinna örfáu, sem fengust við slík störf á síðustu árum. Er nú skarð fyrir skildi þar sem hann var. Unnið var talsvert að viðgerð Grundarkirkju í Eyjafirði, að mestu fyrir fé Þjóðhátíðarsjóðs. Var einkum endurnýjað hið skrautlega sáluhlið og steypt ný stétt að kirkjunni. Er ljóst, að viðgerð kirkjunnar verður mun meiri en séð varð í upphafi, einkum er turninn illa farinn. Sverrir Hermannsson trésmiða- meistari á Akureyri annaðist viðgerðina undir umsjá Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. Hafist var handa um viðgerð Bjarnarhafnarkirkju í Helgafellssveit sem er ein hinna litlu dæmigerðu timburkirkna 19. aldar. Hins vegar var lítið unnið í Norska húsinu í Stykkishólmi. Lítils háttar fjárveiting var veitt til viðgerðar hússins Strandgötu 50 í Hafnar- firði, sem er eitt af gömlu húsunum á Mölinni innan við lækinn. Lögð var hitaveita í húsið, en ekki fleira gert þar. Gamli bærinn að Guðlaugsstöðum í Blöndudal, sem nú er hætt að nota, var mældur upp um sumarið, og gerðu það Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Nanna Hermannsson safnstjóri í Árbæjarsafni ásamt fleira fólki þar af safn- inu. Síðan var frambærinn tekinn ofan, sem er merkasti hluti bæjarins, og er áformað að geyma viðina svo að setja megi upp síðar þar sem aðstæður kunna að skapast. Ýmsar skoðunarferðir voru farnar viðvíkjandi gömlum byggingum og forn- leifum, og skulu hinar helstu nefndar. í júnímánuði fóru þjóðminjavörður og Hörður Ágústsson vestur í Dala- sýslu til viðræðna um viðgerð kirkjunnar í Hjarðarholti, sem er orðin allilla farin og gera þarf vandlega við, enda er áhugi á því heima fyrir. Þetta er ein af krosskirkjum Rögnvalds Ólafssonar arkitekts en hefur verið breytt allmikið. Vildu sóknarmenn jafnframt kanna möguleika á að koma fyrir skrúðhúsi við kirkjuna, sem er þó ekki auðvelt vegna hins sérstæða byggingarstíls kirkjunn- ar. í ferðinni skoðuðu þeir einnig gamalt skólahús í Hlöðutúni í Stafholts-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.