Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 171

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 171
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1980 175 millj.; til Byggðasafns Austur-Skaftfellinga kr. 1. millj.; til Byggðasafns Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, kr. 300 þús.; til Byggðasafns Vestmanna- eyja, kr. 1. millj.; til húss yfir skipið Farsæl á Eyrarbakka, kr. 400 þús.; til Byggðasafns Suðurnesja, kr. 300 þús.; til Sjóminjafélags i Hafnarfirði, kr. 400 þús., til Þingeyrakirkju kr. 600 þús.; til Vallakirkju í Svarfaðardal, kr. 400 þús.; ti! Mosfellskirkju í Grimsnesi, kr. 500 þús.; til Gömlubúðar á Eski- firði kr. 600 þús.; til Saurbæjarkirkju á Rauðasandi, kr. 400 þús.; til Strandgötu 50 í Hafnarfirði, kr. 600 þús.; til Staðarbakkakirkju i Miðfirði, kr. 500 þús.; til Byggðasafns Dalamanna, kr. 500 þús.; til viðgerðar Faktors- húss og Turnhúss á ísafirði, kr. 1. millj.; til Heimilisiðnaðarsafns á Blöndu- ósi, kr. 500 þús. Afgangur fjárins var greiddur sem gæslustyrkir til safnmanna. Byggðasafn Austur-Skaftfellinga á Höfn var formlega opnað 6. júní, en það er til húsa í Gömlubúð, sem gerð hefur verið í stand og flutt, svo sem frá hefur verið skýrt áður. Er þetta hið prýðilegasta safn og vel upp sett, en þar er einkum mikið af smíðisgripum og hagleiksverkum Skaftfellinga. Safnvörður er Gísli Arason. Var þjóðminjavörður viðstaddur opnun safnsins, en þar var mikill fjöldi heimamanna úr sýslunni saman kominn og glöddust menn mjög yfir þessum áfanga. Þá má geta þess hér, að dagana 26. og 27. apríl var haldinn fundur for- stöðumanna byggðasafnanna og starfsfólks Þjóðminjasafns og Árbæjarsafns í Árbæjarsafni, þar sem rædd voru safnamál og söfnin og starfsemi þeirra kynnt. Var svo ráð fyrir gert, að fundur þessi yrði upphaf slíkra reglulegra kynningarfunda safnfólks, sem mjög brýnt er að halda, enda eru safnamál á landsbyggðinni mjög að eflast og starfsemi safnanna víðast að komast í fastara form. Tœknisafn og sjóminjasafn Fundur var haldinn i Árbæjarsafni 12. maí um málefni tæknisafns og boðið til hans ýmsum þeim forstöðumönnum stofnana og félaga, sem ætla mátti að áhuga hefðu á að stuðla að uppbyggingu slíks safns. Var síðan kann- aður möguleiki á að fá lóð fyrir tæknisafn, helst í nánum tengslum við Ár- bæjarsafnsvæðið, og rætt við Umhverfismálaráð og Skipulagsnefnd Reykja- vikurborgar, og þar kom einnig inn í umræður land fyrir hugsanlegt lands- byggðasafn á sama svæði. Ekki tókst að fá ákveðin svör við þeirri málaleitan og virðist svo, sem bíða þurfi eftir skipulagsákvörðunum um þetta svæði. En haldið hefur verið áfram að draga að ýmsa hluti og minjar, sem gætu orðið uppistaða tæknisafns í framtíðinni. Menntamálaráðherra skipaði nefnd til að vinna að framgangi sjóminja- safns og eru í henni Alexander Stefánsson alþm., Bragi Sigurjónsson fv. alþm., Sverrir Hermannsson alþm., Runólfur Þórarinsson fulltrúi og Gils
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.