Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 1
G ó ð b o ð.
Æfintýr eftir Einar Hjörleifsson.
Sálin vaggaðist meðvitundarlaus á öldum ljósvakans.
Svo þurfti Drottinn á henni að halda og snart hana með veld-
issprota sínum. Hún vaknaði af svefninum, er hún hafði verið í
frá eilífð, og kom fram fyrir Drottin feimin og fagnandi, eins og
unglingur, sem ort hefir fyrsta kvæðið sitt.
Og Drottinn sendi hana ofan á jarðríld. Par átti hún fyrst
að verða að ofurlitlu barni og svo sæta kjörum mannanna, unz
æfiskeiðið væri á enda runnið.
Og hún lagði á stað til mannheima, gagntekin af eftirvænt-
itigum, sæluvonum, eins og unglingur, sem leggur upp í fyrstu
iangferðina, eins og yngismær, setrt á að fara að giftast manninum,
er hún ann hugástum.
Eftir nokkurn tíma kom hún aftur fram fyrir Drottin, hrædd
eins og hundelt lamb, lömuð eins og vængbrotin æður.
»Drottinn minn góður,« sagði hún. sEetta þori ég ekki. Lof-
aðu mér heldur að sofna aftur.«
»Hvað þorirðu ekki?« spurði Drottinn.
»Eg þori ekki að leggja út í mannlífið. Pað er eins og bráð-
ófær á. Eg veit ekki, hvert það ber mig. Mér finst, ég muni
drukna þar í örbirgð eða veikleika eða heimsku eða vonzku.«
sfú skalt ekki drukna,« sagði Drottinn. »Ég gef þér einhver
af lífsins æðstu gæðum.«
»Hvað gefur þú mér?« spurði sálin.
»Ég geri þig að karlmanni og gef þér konu, sem er yndi
þitt og eftirlæti. Hvert orð af vörum hennar skal verða að feg-
urstu sönghljómum í eyrum þínum; hver hreyfing hennar skal
verða yndisleg í augum þér, eins og þegar stráin svigna og vagga
sér í morgunblænum; fákænska hennar skal verða að barnalegu,
6