Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 72
152 Löngun stúrin líður önn; Ijúfum dúrum hallar. Rjúpan lúrir lögð í fönn, læst í búri mjallar. Bárugangur bítur stein, bjargatanga mótar. Sýldum drang og svalri hlein sær í fangi rótar. Norðri andar kalt í kvöld, kosti stranda grennir. En fyrir handan vetrar völd vorsól gandi rennir. Skemdir gjólu bætir bezt blær, er rólar suður, þegar að stóli þorra sezt þýður sólmánuður. Roðna hnjótar, blána börð, bleytur móta vegi; belja fljót, en blómguð jörð brosir móti degi. Hreytinn hvarmur hefur brá, er Harpa barminn sýnir. Ut í bjarmann eigra þá allir harmar mínir. Lopnir fingur færa sig af fölskvabingnum inni. Eg skal hringa og hjúfra mig, Harpa, að bringu þinni. Kuldaþjóstinn keyri eg braut — kólguróstur linna — munargjóst og meginþraut milli brjósta þinna. Gubmundur Friðjónsson. Latínunámið. (Eftir prófessor R. B. Andersoti) Við höfum nógu lengi þjáðst undir hinu þunga oki Rómverja, sem legið hefir á hálsi vorum í ýmsum myndum. f>að má skoða sem fjötra, smíðaða af hinum rómversku keisurum, sem bagla í höndum hinna rómversku páfa, sem vendi í höndum rómverskra skólameistara. Gotar slitu fjötra hinna rómversku keisara, Lúter og Þjóðverjar brutu bagla hinna rómversku páfa, en allar hinar tevtónsku þjóðir hafa í mestu undirgefni kyst á vönd hins rómverska skólameistara, þótt einmitt hann væri hættulegastur allra þessara þriggja: banvænt spjót hulið í höndum flugumanns að launvígi. ■ Rómverjar voru ræningjaþjóð, bæði að því er snertir stjórnarfar þeirra og bókmentir. Já, meira að segja sjálfir hinir rómversku rithöf- undar segja okkur, að hinn guðdómlegi höfundur borgarinnar, Rómúlus, hafi verið rænmgjaforingi; að herguðinn Mars hafi verið faðir hans, og að vargynja (= rángirni), stigin niður af fjöllunum til að svala þorsta sínum, hafi runnið á hljóð barnsins og fóstrað hann undir fíkjutré,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.