Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Side 29

Eimreiðin - 01.05.1901, Side 29
109 byggingu, sem dýrib hefur við fæðinguna. Pessi kenning hefur það fram yfir hina, að hún byggist á nákvæmum rannsóknum, sem hægt er að sannfærast um, að séu réttar, fyrir þá, sem hafa þekkingu og tæki til þess. Vér höfum fengið yfirlit yfir myndunarsögu hinna einstöku dýra og höfum séð, að þau verða eigi til í einu vetfangi, heldur smátt og smátt gegnum stöðuga framþróun. Berum vér þetta saman við það, sem vér nú vitum um upp- runa og vöxt dýraríkisins í heild sinni frá elztu tímabilum jarðar- innar, sem bera fyrstu menjar um- dýralíf fram til vorra daga, þá sjáum vér einkennilegt samræmi. I jarðlögunum hafa fundist fjölda mörg steingjörð dýr, beina- grindur og aðrar menjar um dýr, sem löngu eru útdauð; af þessum leifum getum vér gjört oss hug- mynd um dýralífið á ýmsum tímum. því eldri sem jarðlögin eru, þess ófullkomnari eru dýrin, sem þau hafa að geyma, en því yngri sem þau eru, þess fjölbreyttari og full- komnari verða tegundirnar, og því nær sem dregur vorum tímum, því líkari verða dýrin þeim, sem nú lifa. Hinn nafnfrægi náttúru- fræðingur Darwin (ý 1882) hefur af þessu leitt þær ályktanir og tilfært fjölda dæma og sannana, að öll dýr séu upphaflega af sama bergi brotin, að allir flokkar dýranna hafi kvíslast út frá sama ættstofni. Dýrin séu stöðugum breytingum undirorpin, að bre:yt- ingarnar gangi í erfðir meira eða minna og að þannig myndist stöðugt nýjar og frábrugðnar tegundir. Petta verði eigi með neinu pðflugi heldur smátt og smátt; á þeim stutta tíma, sem vér höf- um tækifæri til aö athuga náttúruna, virðist oss hún standa í stað, en þeirra smábreytinga, sem stöðugt eiga sér stað, gæti mikils á þeim langa tíma, ef til vill miljónum ára, sem dýr hafa lifað á jörðu vorri. Alt dýraríkið eigi ætt sína að rekja til einnar eða 1 og 2 hundsfóstur (6 og 8 vikna). 3 og 4 barnsfóstur (6 og 8 vikna). 5. mynd.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.