Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 41
I 2 I Eigi hafa ljóðmæli þessi mikið skáldlegt gildi. Stundum velur höf. sér stór yrkisefni, t. a. m. »Djákninn á Myrká« og »Hildigunnur«. En hann hefir hvorki skáldlegt afl né næga mentun til þess að geta ort stórkvæði. þegar borin eru saman kvæðin »Hildigunnur« eftir Grím Thomsen og Kristin Stefánsson, þá kemur munurinn á stórskáldi og smáskáldi í ljós. Höf. er góður hagyrðingur. Hann hefir allmikið vald á íslenzkri tungu. Mörg smákvæði hans eru vel ort, t. a. m. »Þrumuskúr« og »Vorský«. Bezt láta honum lausavísur. í kvæðinu »Hríð« er t. a. m. þessi vísa: »Stormur flýtir fannaburð, í freðnum þýtur hrofum tómum, frostið ýtir inn með hurð alveg hvítum hélugómums. Ýmislegt er i ljóðmælum þessum, sem menn á íslandi skilja eigi, t. a. m. í kvæðinu »Harður vetur«. Kvæðið »Stökur« á bls. 58 er gott sýnishorn þessara ljóðmæla. Kvæðið er þannig: »Refsinornin galdra gól, gekk að friðar-ránum. Aldrei þorsteinn eignast skjól undir linditrjánum. En svo er margra manna spá, mótuð sannleik hreinum, að friðskjól hafi fuglinn sá fundið und stærri greinum. Þegar hretin hraða sér hvöss og útsynningur, skýli betra ætíð er eik enn skollafingur«. Lík þessu eru flest kvæðin að því, er skáldlegt gildi snertir. H. P. DAVÍÐS-SÁLMAR í íslenzkum sálmabúningi. Eftir Valdimar Briem. Rvík 1898. það hefir dregist of lengi að geta um þessa bók í »Eimreiðinni«. Ritstjórinn hefir beðið mig að rita örfá orð um hana. Ég verð við bón þeirri, þótt ég sé á engan hátt fær til þess. 1 »Kirkjublaðinu« 1893 tók ég það fram, . að ég ber mjög mikla lotning fyrir séra V. Briem og virði hann mest allra íslenzkra skálda, sem nú eru uppi. Síðan hef ég lesið bæði »Biblíuljóð« hans og »Daviðs-sálma«. Við lestur þeirra hefir lotning mín og virðing fyrir honum farið vaxandi, en eigi minkandi. Mér er þess vegna ljúft að taka undir lofsyrði þau, er rituð hafa verið um sálma hans og andleg ljóðmæli. Efnið í þessu sálmasafni V. B.s eru Davíðs-sálmar í ritningunni. Sálmaefni því verður eigi breitt til batnaðar. V. B. breytir heldur eigi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.