Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 68
148
»Ég vænti, að það sé ekki gott um að fá að liggja inni í
nótt, prestur góður?« sagði Guðrún.
»Pví ekki?« spurði prestur.
»Vegna þrengsla«.
»Pröngt mega sáttir sitja«, sagði prestur, »enda skil ég ekki
í, að það verði mjög þröngt um ykkur í stóra skálanum«.
»Nei, þar er ekkert þröngt«, svaraði Guðrún og fór.
Enn var barið.
»Nú, þessu ætlar aldrei að linna«, tautaði prestur. »Kom inn«.
Éað var Jónína í Götu, sem inn kom.
»þaö er komið í ilt efni fyrir mér«, sagði Jónína.
»Pað er og«, sagði prestur.
»Ég treysti mér ekki heim«.
»Nú, ekki öðruvísi?«
»Ég var það flón, að fara ekki jafnskjótt og úti var«, sagði
Jónína.
»Já, það er faraldur að þeirri flónsku núna«.
»Skyldi það vera mögulegt að fá að kúra einhversstaðar inni
í nótt?«
»Éví skyldi það ekki vera mögulegt?« sagði prestur. »Meðan
kofarnir springa ekki utan af hrúgunni, þá er öllu óhætt«.
»Hvernig gekk það?«, spurði María í Holti, sem mætti Jónínu
í bæjardyrunum, þegar hún kom frá prestinum.
»Pað gekk ágætlega«, svaraði Jónína.
»Ég vissi ekki af þér, þegar þú fórst. Annars hefði ég orðið
þér samferða«.
»0, það er ekkert blessuð. Hann var eins og lunga«.
»Hver kemur þar?«, spurði María. »Nú, það ert þú, Stína
litla. Hefir þú beðið um að lofa þér að vera?«
»Nei, sagði Stína litla.
»Æi, góða, komdu með mér. Ég kann betur við að hafa
einhvern með mér«.
»Já«, sagði Stína litla, og svo fóru þær til prestsins.
»Gott kvöld«, sögðu þær, um leið og þær luku upp hurðinni.
»Éað hefir nú komið hér áður«, sagði prestur, og lagði Al-
þingistíðindin frá sér.
»Við komum eins og aðrir til að beiðast gistingar«, sagði
María.
»Já, aldrei þykja guði sínir of margir«, svaraði séra Páll. »Ég