Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 78
I5S N. M. Petersen um íslenzka náttúru og staðhætti og enn fremur skýrt frá aðaldrátt- unum í sögu landsins á landnáms- og söguöldinni. En ýmislegt er þar að athuga, sem vænta hefði mátt, að útgefendurnir hefðu leiðrétt, og hefir dr. Valtýr Guðmunds- son bent á ýmislegt af þvi í ritdómi um þessa nýju útgáfu í »Berlingske Tidende« i. nóv. 1900. í*á hefir og »Udvalget for Folkeoplysnings Fremme« gefið út þýðingu á Olafs s'ógu Tryggvasonar í Heimskringlu eftir Snorra Sturluson. Þýðingin er eftir dr. Fr. Winkel-Horn, sem áður hefir þýtt fleiri íslenzkar sögur, En með því að þýðandinn dó áður en farið var að prenta þýðinguna, hefir dr. Valtýr Guðmundsson verið feng- inn til þess að endurskoða þýðinguna og bæta við skýringum á stöku stað. Hann hefir og ritað allýtarlega ritgerð um skip Norðurlandabúa á víkinga- og söguöldinni, bygging þeirra og annan útbúnað, og er sú ritgerð prentuð aftan við þýðinguna og í henni 7 myndir til skýringar efninu. Sú ritgerð hefir og verið gefin út sérstaklega með titlinum: »Nordboernes Skibe i Vikinge- og Sagatiden« og kostar hún 25 aura. V G. UM FORNISLENZKT RÍMTAL hefir þýzkur vísindamaður Gustav Bilfinger ritað fróðlega bók, sem heitir: »Untersuchungen uber die Zeitrechnung der alten Germanen«, og vill hann þar sanna, að hið norræna rímtal sé ekki frumlegt, heldur hreint og beint tímatal kristinna manna, og jafnvel slikir hátíðisdagar sem fyrsti sumar- og vetrardagur, miðsumars- og miðsvetrardagur eigi rót sína að rekja til kristilegs tímatals. Prófessor Finnur Jónsson hefir skrifað ritdóm um bókina í »Zeit- schrift fur Deutsches Alterthum etc.« (1900), og álítur hann að höf. hafi að mestu leyti tekist að sanna það, sem hann ætlaði sér, en hefir þó eigi alllítið að athuga við ýmislegt i ritinu. En fleira er þar athugavert að vorri hyggju og óvíst, að allar sannanir höf. reyndust öruggar, ef betur væri á reynt. V G. UM ARA FRÓÐA (»A Father of History«) hefir W. A. Craigie, M. A. í Ox- ford ritað langa og fróðlega grein í »Scottish Review« (júlí 1900), þar sem hann skýrir frá æfiatriðum hans og þýðingu hans og einkennum sem sagnaritara. V. G. UM LÖGBERG hið forna hefir dr. Kr. Kálund ritað grein í »Aarb. f. nord. Oldk. og Historie« 1899, þar sem hann skyrir frá þeim mismunandi skoðunum, sem fram hafa komið um legu þess og á hverju þær byggist. Kemst hann að lokum að þeirri föstu niðurstöðu, að Lögberg hafi verið vestan Öxarár, á austurbarminum á Almannagjá, nærri Hlaðbúð og skamt frá götuskarðinu inn í gjána — að öllum lík- indum á berghamrinum rétt fyrir sunnan götuna. V. G. UM ÓÐIN OG Í’ÓR í Noregi og á Islandi á 9. og 10. öld hefir prófessor Finnur Jónsson skrifað grein í »Arkiv för nord. Filologi« XVII, þar sem hann vill sýna fram á, að sú skoðun sé ekki rétt, sem margir hafa haldið fram, að Óðinn hafi á þessum tíma ekki verið orðinn höfuðguð nema hjá höfðingja- og hermanna- flokknum, en alþýðan hafi tignað í^ór sem hinn æðsta guð sinn. Próf. Finnur sýnir fram á, að enginn slíkur stéttamunur hafi átt sér stað, að þess konar munur á goða- dyrkun manna hefði getað af því risið. í^ór hafi að sönnu upprunalega verið höfuð- guðinn og kunni í einstaka héraði að hafa verið tignaður framar öllum öðrum goð- um. En Óðinn hafi þó þegar um 800 verið orðinn höfuðguð, þó ]?ór hafi staðið honum nokkurnveginn jafnfætis — Vér getum þó ekki séð, að sannanir próf. F. J. séu nægilega öflugar til þess, að hrinda öllum vafa. Sumt af því, sem hann tilfærir, virðist beinlínis benda i gagnstæða átt. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.