Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 23

Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 23
103 verið samankomnir, hver innan í öðrum. En ótætis erfðasyndin átti einnig bústað í Evu langömmu vorri; eftir þessari kenningu þótti nú auðsætt, að henni var lafhægt þegar í stað að ganga í skrokk vesiings manneskjunum, sem þarna voru samansafnaðar í einni bendu. Pegar smásjáin var fundin (Leeuwenhoek f 1723) opnaðist nýr og stærri sjóndeildarhringur, og menn urðu færir um að rann- saka ýmislegt, sem áður var ósýnilegt, þar á meðal fóstúr og egg dýranna. Caspar Frederik Wolff (f 1794) sýndi fram á það með nákvæmum rannsóknum, að hinar gömlu kenningar voru rangar; eftir að hann og Karl Ernst Baer,' sem fyrstur fann egg konunnar með smásjánni (um 1830), höfðu gjört ýmsar mikilvægar uppgötv- anir í fósturfræðinni, sem enn þá hafa gildi, hefur henni fleygt fram og hver nýjungin hefur rekið aðra alt fram á þessa tíma. Eg vil nú í stuttu máli leitast við að skýra frá því helzta, sem fósturfræðingar vorra tíma kenna oss um, hvernig maðurinn og meginþorri allra dýra verða til. Pað er þá fyrst frá því að segja, sem flestum mun kunnugt, að samræði karldýrs og kvenndýrs er nauðsynlegt til þess, að fóstur myndist. Æxlunarfæri kvenndýrsins eru útbúin með tveim eða fleirum eggjastokkum, en í þeim er aragrúi af eggjum, misjafnlega stór- um hjá hinum ýmsu dýrum; vanalega eru þau örsmá, egg kon- unnar er t. d aðeins x/a millímetra að þvermáli og því vart sjá- anlegt með berum augum. Hænueggið virðist því vera risavaxið í samanburði við það; en hér er aðgætandi, að mestur hluti fuglseggsins er næringarefni, hlaðin utan um hið eiginlega egg, sem sést í stækkunargleri eins og lítill díll í eggjarauðunni. Egg dýranna eru annars hvert öðru lík, þau eru ein hnattmynduð frumla {(cella) eða lítil blaðra fylt tærri kvoðu með fastari kjarna í miðju. Sæðið, sem myndast í æxlunarfærum karldýrsins, er vana- lega gráleitur vökvi. Skoði maður það með góðri smásjá, sést í því urmull af ofursmáum, en fjörugum, lifandi verum, sem nefnast sáðdýr (spermatozoon). Þau eru mismunandi útlits hjá hinum ýmsu dýrum. Sáðdýr mannsins eru svo bygð, að fremri hlutinn er spjótmyndaður, mjókkar svo að aftan og verður að langri þveng- myndaðri rófu. í fremri endanum sést fastari kjarni, eins og í egginu, og eru þau ein frumla, en margfalt minni að vexti. Dýrin — ef dýr skyldi kalla — eru í sífeldri hreyfingu og synda áfram,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.