Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 5
85 þessu leyti, þegar elli og eldhúsreykur eru búin að jafna um þær fram á sjötugsaldur. En þær veröa aldrei eins og hún í vextinum. Eg man sérstaklega eftir mjöðmunum á ömmu, hve miklar þær voru; enda var mjaðmagrindin búin að varðveita II börn og voru 4 þeirra tvíburar. Amma gekk á engið, þó hún væri komin að falli, þegar hög- um hennar var þannig háttað um heyskapartímann. Stundum bar hún yngsta ungann á engið. Reyndar var engið stutt frá bænum og þurt. En engin skemtiganga hefir sú för verið, að afloknum búverkum. Rá knýtti hún sjali undir höndina annars vegar, en yfir öxlina hinum megin, og lét svo barnið koma í fatlann. Pað var því engin furða, þó amma yrði mikil um mjaðmirnar. Hún hefði eigi getað risað undir byrðum sínum að öðrum kosti. Mér er einnig minnisstætt, hve framsett hún var á gamals aldri, og var hún þó hvorki meinlætafull né holdug. Ég man að pilsið var hafið upp að framan, en haldið lá laust á framsetunni og var lyklakippan hengd á haldið vinstra megin út undir mjaðm- arspaðanum. — Amma hafði vagí á hægra auga. Hún þótti vinnuhörð. En þó gekk hún fram fyrir vinnukon- urnar, sem hjá henni voru, í hverri kvennraun, sem fyrir kom. Líklega þætti búkonunum, sem nú eru, að sú kona færi ekki drjúglega með föng sín, sem skamtaði karlmanninum hangikets- langlegg, hálfan magál og bringukoll, auk annars fagnaðar í mat og drykk, eins og amma gerði á hátíðum og tyllidögum. En vinnumennirnir, sem amma þroskaði, höfðu svo mikla krafta í kjúkum, að þeir hefðu getað kyrkt þá menn í greip sinni, sem kaffikonurnar eru nú að reisa á legginn. Eg man fyrst eftir afa og ömmu að kvöldi dags og voru þau þá háttuð. Yfir rúmi þeirra var tveggja rúðna gluggi, sem hall- aðist eftir þekjunni. Sparlak var fyrir rúminu, sem hékk á hval- beinstölum, sem smeygt var á snæri upp undir rúmslánni. Framan við rúmið voru lausar fjalir í gólfinu, sem létu undan og sporð- reistust, þegar stigið var á þær. Pau voru ekki búin að draga rúmtjaldið fyrir rekkjuna og gekk ég þangað yfir þvert gólf frá vöggu minni, sem ég stóð við og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.