Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 63
43 Dansinn og dauðinn. »Hvernig er veðrið?« spurði Anna á Bakka einn sunnudags- morgun rétt fyrir þorrann, um leið og hún reis upp í rúmi sínu. sfað er norðanhríðarveður«, svaraði Rósa systir hennar ólundar- lega. Hún var nýkomin á fætur og hafði litið snöggvast út úr bæjardyrunum. »Er hann svo vondur, að við getum ekki farið til kirkju?« spurði Anna aftur. »Eg veit það ekki«, svaraði Rósa. »Raunar er nú ratandi, en það er harðneskjuveður«. »Hvað gerir það til, ef við getum ratað«, sagði Anna, og þreifaði undir koddann eftir nærpilsinu sínu. »Pað er ekki víst, að við fáum að fara«, sagði Rósa. »Ójú«, sagði Anna. »Mamma skiftir sér ekki aí því, en pabbi verður í húsunum, og veit ekkert af því«. »Máske það komi heldur ekkert fólk til kirkjunnar, svo að ekki verði messað«, sagði Rósa. »Já, en það átti að halda söngæfingu í kvöld«, svaraði Anna, »og ég er viss um, að stúlkurnar af næstu bæjunum koma. fað verður auðvitað dansað, svo við verðum fyrir alla muni að fara«. »Eruð þið að hugsa um að fara til kirkju í dag?« spurði Sigur- laug, móðir þeirra systra. Hún kom inn í þessu bili, og hafði heyrt seinustu orðin. »Ójá, hálft í hvoru«, sagði Anna. »Viljið þið nú vera að því, hróin mín?« sagði Sigurlaug. »Veðrið er svo vont núna, og þið fóruð til kirkju á sunnudaginn var, svo þið gætuð nú komizt af með að heyra lesturinn heima í þetta skifti«. »Já. Við kunnum hann nú«, svaraði Anna, »og svo langaði okkur til að vera á söngæfingunni í kvöld«. »Jæja, hróin mín«, sagði Sigurlaug. »Veðrið er nú heldur að skána, og það er ekki víst, að það verði mikil hríð í dag. En þú verður þá að fara að komast á fætur, Anna. Það er orðið svo framorðið«. »Sérðu það ekki, mamma, að ég er að klæða mig«, sagði Anna, og stóð á fætur í rúminu. »Við náum að minsta kosti í seinni blessunina«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.