Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 64
144 Það vóru fleiri stúlkur í sókninni en þær Bakkasystur, sem báru áhyggju vegna veðursins þennan morgun, því þær voru æði- margar, sem höfðu fastráðið að ganga í guðs hús og heyra guðs orð, ekki síður þennan dag en aðra sunnudaga. þær voru farnar að verða svo einstaklega kirkjuræknar ungu stúlkurnar í Staðar- sókn, að menn voru farnir að taka til þess. fær fóru út í vonzku- hríðar, og köfuðu klofsnjó eins og hestar, og það var ekki dæma- laust, að séra Páll fengi þá ánægju að messa yfir tómum yngis- meyjum, að undanskildum meðhjálparanum og organistanum, sem voru sjálfsagðir, og svo fáeinum hræðum af heimilinu. Auðvitað kom engum til hugar að lasta þessar tíðu kirkjuferðir, því þær sýndu, að öflugt og fjörugt trúarlíf ríkti meðal hinnar ungu kyn- slóðar, en þó voru skiftar skoðanir um þetta mál, eins og oft vill verða. Sumir sögðu, að þessi framúrskarandi kirkjurækni væri alls ekki sprottin af frábærri guðrækni, heldur ætti hún rót sína að rekja til skemtananna og dansins á Stað, því það var orðinn siður þar, að unga fólkið lyfti sér ofurlítið upp eftir messu og dansaði. Par voru venjulega fleiri eða færri kenslupiltar á vetrum, ungir og fjörugir, og höfðu þeir komið á dansinum, því þeir tóku sér nærri að sitja hreyfingarlausir mánuðum saman og rýna í lær- dómsbækurnar, enda hafði enginn mælt á móti svo meinlausri og fagurri skemtan. Reyndar hafði séra Páll gamli aldrei leyft dans- inn, en hann hafði ekki amast við honum heldur, og ekki bannað stóra skálann, enda var hann lítið notaður á vetrum, þótt ull væri geymd í honum á vorin og amboð á sumrin. Pegar fram í sótti varð dansinn að fastri venju, rétt eins og hann væri einn hluti af guðsþjónustunni, og það kom jafnvel fyrir, að eitthvert fólk kom til að dansa, þótt það væri ekki svo margt, að messufært væri. Pað var fremur fátt fólk við Staðarkirkju þennan sunnudag. Frostið var tíu stig eða meira, og hríðardruslurnar löfðu alveg ofan í höfuðin á mönnum. Margir sögðu að það liti út fyrir blind- öskuhríð. Presturinn var nýkominn upp í stólinn, þegar þær Bakkasystur komu inn í kirkjuna, svo þær létu sér nægja með að sitja í krók- bekk, en það marraði svo ámátlega í dönsku skónum þeirra, að séra Páli varð alveg ósjálfrátt að líta upp úr blöðum sínum. Messugjörðin var ekki mjög löng í þetta skifti, en samt var farið að setja að sumum stúlkunum þegar úti var. Að minsta kosti voru sumar þeirra farnaf út úr kirkjunni, en þær, sem eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.