Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 64
144
Það vóru fleiri stúlkur í sókninni en þær Bakkasystur, sem
báru áhyggju vegna veðursins þennan morgun, því þær voru æði-
margar, sem höfðu fastráðið að ganga í guðs hús og heyra guðs
orð, ekki síður þennan dag en aðra sunnudaga. þær voru farnar
að verða svo einstaklega kirkjuræknar ungu stúlkurnar í Staðar-
sókn, að menn voru farnir að taka til þess. fær fóru út í vonzku-
hríðar, og köfuðu klofsnjó eins og hestar, og það var ekki dæma-
laust, að séra Páll fengi þá ánægju að messa yfir tómum yngis-
meyjum, að undanskildum meðhjálparanum og organistanum, sem
voru sjálfsagðir, og svo fáeinum hræðum af heimilinu. Auðvitað
kom engum til hugar að lasta þessar tíðu kirkjuferðir, því þær
sýndu, að öflugt og fjörugt trúarlíf ríkti meðal hinnar ungu kyn-
slóðar, en þó voru skiftar skoðanir um þetta mál, eins og oft vill
verða. Sumir sögðu, að þessi framúrskarandi kirkjurækni væri
alls ekki sprottin af frábærri guðrækni, heldur ætti hún rót sína
að rekja til skemtananna og dansins á Stað, því það var orðinn
siður þar, að unga fólkið lyfti sér ofurlítið upp eftir messu og
dansaði. Par voru venjulega fleiri eða færri kenslupiltar á vetrum,
ungir og fjörugir, og höfðu þeir komið á dansinum, því þeir tóku
sér nærri að sitja hreyfingarlausir mánuðum saman og rýna í lær-
dómsbækurnar, enda hafði enginn mælt á móti svo meinlausri og
fagurri skemtan. Reyndar hafði séra Páll gamli aldrei leyft dans-
inn, en hann hafði ekki amast við honum heldur, og ekki bannað
stóra skálann, enda var hann lítið notaður á vetrum, þótt ull væri
geymd í honum á vorin og amboð á sumrin. Pegar fram í sótti
varð dansinn að fastri venju, rétt eins og hann væri einn hluti af
guðsþjónustunni, og það kom jafnvel fyrir, að eitthvert fólk kom til
að dansa, þótt það væri ekki svo margt, að messufært væri.
Pað var fremur fátt fólk við Staðarkirkju þennan sunnudag.
Frostið var tíu stig eða meira, og hríðardruslurnar löfðu alveg ofan
í höfuðin á mönnum. Margir sögðu að það liti út fyrir blind-
öskuhríð.
Presturinn var nýkominn upp í stólinn, þegar þær Bakkasystur
komu inn í kirkjuna, svo þær létu sér nægja með að sitja í krók-
bekk, en það marraði svo ámátlega í dönsku skónum þeirra, að
séra Páli varð alveg ósjálfrátt að líta upp úr blöðum sínum.
Messugjörðin var ekki mjög löng í þetta skifti, en samt var
farið að setja að sumum stúlkunum þegar úti var. Að minsta
kosti voru sumar þeirra farnaf út úr kirkjunni, en þær, sem eftir