Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 46
126 grein málsgrein í frumtexta og þýðingu. Fjölmargar leiðréttingar eru gjörðar á »ekki óverulegum göllum hinna eldri þýðinga«. Starf nefndar- innar er mjög vandasamt. Það er leyst af hendi með mestu nákvæmni og trúmensku, eftir þeirri meginreglu, sem nefndin hefir sett sér. 2. í »formálanum« fyrir fyrstu bók Móse er einnig bent á galla þýðingarinnar. Þar er sagt, að þýðingin »víða kunni að þykja miður íslenzkuleg«. Ef mikil brögð verða að þessu, þá er það stór galli. En hér er að líkindum engin hætta á ferðum. Allir nefndarmennirnir eru kunnir að því að hafa mikið vald á íslenzkri tungu. Þeir virðast því geta hæglega séð um, að þýðingin verði bæði nákvæm og íslenzkuleg*. Endurskoðunarnefndin hefir þýðingarmikið starf með höndum. Það verður óefað íslenzku kirkjunni til blessunar og heilla. Þýðingin á fyrstu bók Móse og Markúsar guðspjalli er einkar ná- kvæm og vönduð að öllum frágangi. Það er auðvitað létt að þýða þessar tvær bækur ritningarinnar. Margar aðrar bækur hennar eru miklu þyngri Það er óskandi og vonandi, að þýðingin á öllum bók- um ritningarinnar fari nefndinni eins vel úr hendi, eins og þýðingin á þessum tveimur bókum. Allir íslendingar, er unna kristinni kirkju, óska nefndinni allra heilla. H. P. MOSEBÆKURNAR í ljósi hinna vísindalegu biblíurannsókna. Eftir Jón Helgason. íSérpr. úr »Tímariti Bókmentafélagsins« XXI). í ritgjörð þessari færir höf. fram rök »hinna svo nefndu hærri bibíurannsókna« fyrir því, »að Móse hvorki er né getur verið höfundur Mósebókanna, að Mósebækurnar eru ekki sjálfstætt sagnarit, heldur samsteypa eldri rita, sem aðalhöfundur þeirra hefir tekið upp óbreytt að mestu, og loks að Mósebækurnar í þeirri mynd, sem vér eigum þær nú, eru ekki framkomnar í heimi bókmentanna fyr en um miðbik 5. aldar f. Kr.« Þessi rök hefir höf. tínt saman úr íslenzkum, þýzkum og dönsk- um ritum um þetta efni. Sjálfur hefir hann auðvitað eigi komið fram með ný rök. En hann raðar rökum þessum skipulega. Og málið á ritgjörðinni er gott. Á rökunum sjálfum ber hann enga ábyrgð. Þau eru »starf hinna svo nefndu hærri biblíurannsókna«. Á 19. öldinni (um 1830—1860) beindust shærri biblíurannsóknirnar« að nýja testamentinu. Fremstur þar í flokki var F. C. v. Baur. Hann lagði meginreglu heimspeki þeirrar, sem kend er við Hegel, til grund- vallar við »biblíurannsóknir« sínar. Með »innri vitnisburðum« nýja testamentisins þóttist hann sanna, að flestar bækur þess væru eigi eftir þá höfunda, sem þær eru eignaðar. Skoðun hans var, að Páll postuli hefði að eins ritað 4 bréf í nýja testamentinu (Róm., 1. og 2. Kor., og Gal.). Allar aðrar bækur nýja testamentisins voru, að skoðun hans, ritaðar löngu eftir daga postulanna. Alt þetta reyndi hann að sanna með »innri vitnisburðum« nýja testamentisins. Baur var allra manna »lærðastur«, enda snerust guðfræðingarnir á mál hans í stórhópum. I nafni vísindanna reyndu lærisveinar hans að ryðja þessum nýju skoð- unum braut. Þeir kölluðu engan vísindamann, sem eigi fylgdi Baur í þessu máli. (Meðal íslendinga var Magnús Eiríksson lærisveinn Baurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.