Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 10

Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 10
90 var kominn á fætur. Mat sinn át hann á kvöldin — eða svo var hann vanur að gera á veturna. Uppáhaldsmatur hans var skyr- morkinn hákall, hangikjöt og magáll, en einkum baunaspað feitt með smjöri út undir. fegar hann fékk bautiir, brytjaði hann kjötið í skálina og setti hana svo á lófa sinn. Stundum sagði hann, þegar hann hafði étið nokkra spæni, og leit um leið til ömmu: »Pað eru engin mýk- indi í þessu.« — xfað er nú og,« mælti amma, gekk fram og sótti smjörsneið á knífsodd og rendi niður í skálina. Pegar hann var mettur, hallaði hann sér út af og sofnaði. Hann gat verið matarlaus í 2—3 daga. En svo gat hann étið á við 3 og varð ekki meint af. Petta gat hann leikið fram að gamals aldri. Afi og og amtna dóu bæði í sötnu vikunni. Pau lágu stutt ■og hafa að líkindum dáið úr lungnabólgu. Ég man eftir þeim tíma, sem þau lágu. — Fólkið læddist á tánum um baðstofuna og enginn þorði að hósta né ræskja sig. Afi sendi eftir Sveini, þegar hann hafði legið 2 eða 3 daga. — Og kotn hann þegar; settist á rúmstokkinn innan við sparlakið, en fótahluturinn sást fram undan. Svona sat Sveinn gatnli lengi dags og bifaðist hvergi. Kati- arnir töluðu eitthvað hljótt og var enginn kvaddur til þeirra mála. Eegar afa og ömmu elnaði sótíin, var sent eftir prestinum, til að þjónusta þau. — Ég var frammi við hjá heimilisfólkinu, þegar sent var eftir prestinutn, og vissi hvað klukkan sló. Eg man að einhver sagði þá: »Já, nú held ég megi fara að taka þær svörtu ofan af bitunum.« Éetta þoldi ég ekki, að það rættist, að afi og amma yrðu kistulögð og grafin í jörð, Tárin kotnu fratn í augun. En ég vildi ekki láta fólkið sjá þau; fór því út í hesthúskofa og grét þar- — lagðist upp í stallinn, svo ég skyldi stður fitinast. — Pegar presturinn kom, var búið að breiða að nýju yfir öll rúmin, sópa gólfið aftur, en fólkið var sparibúið. Allir voru hljóðir og með sorgblandinn hátíðasvip. Sveintt gamli talaði við prestinn,. en enginn annar það sem heitið gat. Afi lét sér hvergi bregða, þegar presturinn hélt skriftaræðuna. En amma flóði í tárum, Eegar hún saup á bikarnum, skvettist

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.