Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 52
132 um hafa gjört vart við sig á íslandi, og vel má búast við, að láti síðar meir ennþá hærra til si'n heyra, geta auðveldlega orðið mörgum kristnum mönnum, sérstaklega þeim andlega ósjálfstæðu, til ásteytingar, og þess vegna er einmitt nú brýn þörf á kristilegri trúvörn. Yér fáum því ekki betur séð, en að höfundur prédikana þessara hafi hér lagt fram sinn skerf, til að bæta út bráðri og brýnni þörf. Það má einnig teljast einkennilegt fyrir prédikanir þessar, hvað hin gamla kirkjuárshugmynd skýrist og styrkist við lestur þeirra. Það er víða beinlínis gjörð grein fyrir því, hvernig það og það guðspjallið að efninu til svarar einmitt til þess tíma kirkjuársins, sem það tilheyrir, og á þar sitt rétta sæti. En þetta er rnikill kostur; því það er engum vafa undirorpið, að hin gamla kirkjuárshugmynd getur orðið kristnum mönnum til stórrar trúarlegrar uppbyggingar. Menn munu einnig veita því eftirtekt sem einkennilegu fyrir pré- dikanir þessar, að höfundur þeirra vitnar oft til skáldskapar, bæði ( bundnu og óbundnu máli. Hvað ljóðaskáldskapinn snertir, þá eru menn reyndar áður vanir því, að prédikarar noti andleg vers og sálma í pré- dikunum sínum. En hér eru einnig notuð verzleg vers og kvæði, og það enda eftir skáld, sem sjálf standa ekki á grundvelli kristindómsins. í prédikuninni á fjórða sunnudag eftir þrettánda, þar sem talað er um sjóferð lærisveinanna, eru höfð yfir þrjú erindi, eftir enska skáldið Byron, tekin úr óð hans til hafsins. í prédikuninni á Jjriðja sunnudag eftir trínitatis, er hin alkunna staka eftir Kristján Jónsson: »Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima; nú er horfið Norðurland; nú á ég hvergi heima. Sumum kann máske að virðast, að þessi staka sé of verzleg til þess, að hafast yfir í prédikun. En ef hún eftir sambandinu á vel við, þá er hún auðvitað í sinum fulla rétti. En ljóðakveðskapurinn er ekki sú eina skáldskapartegund, sem notuð er í prédikunum þessum. þar kemur einnig fyrir skáldskapur í óbundnu máli, skáldsögur. Af slíkum skáldsögum eru einna alþektastar »Faðirinn«, eftir norska skáldið Björnstjerne Björnson, í prédikuninni á fjórða sunnudag eftir páska, og »Móðirin«, eftir danska skáldið H. C. Andersen, í niðurlagi prédikunarinnar á fimta sunnudag eftir páska. Sú prédikun hljóðar um bænina í Jesú nafni, og hin fagra skáldsaga með hinni stuttu og laglegu heimfærslu eykur mjög áhrif þeirrar pré- dikunar. það, sem annars gefur skáldsögunum sína miklu þýðingu, þegar þær eru heppilega valdar, er það, að tilheyrendurnir veita þeim sérstaklega eftirtekt og muna þær öðru fremur. En þegar þeir muna þær sjálfar, þá er að minsta kosti næsta eðlilegt, að þeir muni líka þá lærdóma, sem settir vóru i samband við þær. En þá er og, að vorri ætlan, tilganginum með skáldsögunum fullkomlega náð. Hér kemur líka til greina einn hæfileiki höfundarins, hæfileiki, sem hann hefir þegið í ríkum mæli. En þessi hæfileiki er: hæfileikinn til að tala í líkingarmáli. því verður ekki neitað, að margar líkingar höf- undarins eru hreint meistaralegar. Vér kærum oss ekki um að leiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.