Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 7
87 gera. T’egar þau ætluðu að ganga til altaris, gengu þau fyrir hvern mann á heimilinu og báðu fyrirgefningar á hugsanlegum mótgerðum. — Pegar þau fóru til kirkju lásu þau »Faðir vor« og buðu góðar stundir þegar þau voru riðin út hlaði. Afi var hraustur maður og sterkur, og eru margar sagnir til um afl hans og atgervi. Sunnan við bæinn, þar sem afi bjó, rennur lækur, sem oftast er lítill, en getur orðið stór og straumharður í vorleysing og haust- rigningum. Afi hlóð brúarstólpa að læknum og brúaði ræsið með hellu. Starfaði hann aleinn að verki þessu og er það órótað enn í dag. Sumir steinarnar í kömpunum eru alt að teningsalin á stærð, en hellan ferhyrningsfaðmur og þverhandarþykk; og má á þessu marka afl mannsins, sem handlék þessi byggingarefni. Ég man eftir lambhúsinu, sem afi minn gekk um. Hann hirti lömbin, þangað til seinasta veturinn, sem hann lifði. Ég fór oft í húsið með honum og man vel eftir bútiingi hans og limaburði. Hann var í einni prjónabrók, sauðsvartri, og var hún svellþæfð og húðþykk. Hettu bar hann á höfði, enga vetlinga á höndum, en smokka, sem náðu fram á handarbök. Hann var handheitur í bezta lagi. Afi var í hærra lagi, sívalur á vöxt og lotinn í mjöðmunum lítið eitt. Ég fékk því að eins að fara í húsið með afa, að veður væri gott og þokkalegt færi. Var ég þá dúðaður með ullarneti um hálsinn og gerður strútur upp að nefi. Vetlingar voru settir á hendur mér, sem náðu upp undir olnboga. Éeir voru kneptir á bandflétting, sem lá yfir hálsinn og var þessi umbúnaður hafður til þess, að vetlingarnir skyldu ekki tínast. D'yrnar á lambhúsinu voru svo sem 3 fet á hæð. Hurðin var lögð utan að stöfunum og fest þannig, að hvalbeinslokum var stungið í útslitnar skeifur, sem reknar voru upp og ofan í dyru- stafinn. Afi fór jafnan öfugur inn um dyrnar — á fjórum fótum, en skreið hins vegar út úr þeim. Sjaldan fékk ég að fara inn úr dyrunum. »Éú styggir lömbin,« sagði afi. Svo lagði hann hurðina lang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.