Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 38
honum. Ljóðabréf hans eru mörg lík þessu, sambland af göfugum skáldskap og fúkyrðafyndni eða þulum, líkum þeirri, er nefnd var. Svo er t. d. Rímblað, bls. 291, og verða þar svipleg skifti: En við sólheita suðurströnd sígrænir meiðir laufin hneigja, og fiskar eins og blossa bönd í bláum straumi sporðinn sveigja. Latur þar hvílir landsins son laufgrænum undir kókospálma, með biblíu, þrykta í Babílon, og beljar fullur Davíðs sálma. Annars er sumt í því bréfi, t. d. dönsku vísurnar bls. 298, samtölin 295—296 og og lýsingin á för Englandsdrotningar til Frakklands (sama og J. Hallgrímsson reit um) þannig úr garði gert, að furða er að Gröndal skuli hafa látið prenta það. Um »Þingvallaferð« (bls. 250— 284) er það að segja, að margt er þar fyndið og vel sagt, en á milli er hún þó annað en skemtileg aflestrar. Þar er skýrt frá skemtiför, er Gröndal og nokkrir vinir hans, þar á meðal séra Matthías Jochums- son, fóru til Þingvalla 1878. Gröndal lætur ekki vel að yrkja undir hexametrum, enda hafa fáir leikið þá list svo vel færi á íslenzku. Hall- grímur Pétursson gat það, en síðar Jónas, Steingrímur og Hannes Hafstein. Annars verður víst flestum, er latnesknum skáldskap eru kunnugir, á, að bera þess konar ferðalýsingar saman við hina frægu lýsingu Hóratíusar á ferð þeirra Mæcenasar til Brindisí; og sé það gjört, er hætt við, að Hóratíus þyki flestum fremri að fyndni og orðsnild. Gröndal hefir ort mikið um bjartari hliðar lífsins; ástir, vín og kvennfólk koma bonum í guðmóð. Sjaldan eða aldrei held ég hann yrki innilega, en oft er hann andríkur og fyndinn í þeim kvæðum sem öðrum. Og í þessum kvæðum sínum er Gröndal ekki eins frumlegur og ólíkur öllum bræðrum sínum í skáldahópnum íslenzka, eins og hann er í gamankvæðunum. Sum drykkjukvæði hans eru þó einkar góð; einna bezt mun vera »Salve mi bone fons«, sem margir syngja, en ekki allir skilja — ég er ekki að hrósa Gröndal fyrir meðferð hans á útlendu tungunum, heldur fyrir góðan skáldskap og eldlegt fjör í kvæðinu. Kvæðið »Gleði« (bls. 112) er í rauninni ágætt kvæði, en skemmist af hrottalegu berserkjaviðkvæði: »Og svo renni ég út og ræski ég mig og ríf mig fyrir þig«. Sum ættjarðarkvæði Gröndals eru aðeins skrúðvafnar langlokur, en sum fyrirtaksgóð. Hér vil ég fyrst og fremst nefna kvæðið »Sunnan- för« (bls. T47). Skáldið er statt suður í Belgíu og heyrir stundar- dansinn í klukkuspilum kirkjuturnanna þar. Og mitt í dýrðinni suð- rænu man hann eftir íslandi: Þegar ég nam það að líta, þá komstú í huga minn, gamla fanna foldin hvíta, fjarri mér, og ísinn þinn! Heldur vil ég hjá þér búa hvellan laus við dansins óm og á þína Æsi trúa en hinn gamla suðr í Róm!1 Þetta kemur frá hjartanu og er bæði íslenzkt og karlmannlegt. Manni þykir vænt um skáld, sem yrkja svona. Stundum kemur hann með heilsusamlegar hugvekjur um framfarirnar á Fróni og þá, er reyna að 1 einkent af ritdómara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.