Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Page 36

Eimreiðin - 01.05.1901, Page 36
»Einn sit ég nú um nótt«, sumstaoar ljómandi fallegt og yndislegt og um leið ljóst, en sumstaðar allóljóst. hærra en svo, að allir geti fylgt sér: Þú sem að leggur leið lágan um jarðar stig, lukt eru ljósin heið, láttu’ ekki trufla þig. En Gröndal þykist og þar fara Aldrei þú fylgt mér fær ferlegan hugar veg, þangað sem höllin hlær heiðrík og voðaleg. En ég efa, að margir geti skilið, hvað Gröndal meinar með hinum dýrðlegu sjónum, er hann lýsir, í næstu vísum. Má nefna til dæmis: Svanhvítan sé ég stól svífandi skýjum á, nástrandar nærri sól niflheimi liðinn frá. Óttaleg ormaþröng umgirðir styrkan fót heiðrík um himins göng, hljómar við lífsins rót. Þegar svo skáldið er orðið það nýjan söng: Annað ég opna hlið álfheima salnum á, þreytt á þessum bragarhætti, hefur betra þar sælu-svið sólgeisla blundar hjá. Því upp af svölum austursal með undurljóma röðull stígur, og bak við fjalla dimman dal af dökkum himni máni sígur, og stjarnan fríða fölnar og deyr, og fegurðin hverfur og sést ei meir. Og nú er haldið áfram. Skáldið minnist látinna vina, og byijar með því þulu, alveg botnlausa og vitlausa, t. d.: og upp yfir þessu er ógnar fen með jólakropps-messsu frá Jakobsen; o. s. frv.; eða: Allons, enfants de la patrie í þessu stóra generalfríi — upp nú föðurlandsbörnin mundi séra Arni segja, og síðan deyja, og skárri’ er það kaffikvörnin! eða: Gamlir graðir pípuleggir gamla lektor hjá og átján hundruð andarsteggir Ástralíu frá sitja þar með danska durga Dorphs á Yirgil saman urga; o. s. frv. og annað enn vitlausara, ef hægt væri. Svo koma nokkrar þunglyndisríkar, en fagrar visur. Skáldinu er gramt í geði. Ekkert verður honum að gagni, hvernig sem hann syngur og minnist liðinna daga. Og nú finnur skáldið ráð til að bjarga sér úr vandræðunum:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.