Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Side 60

Eimreiðin - 01.05.1901, Side 60
140 Að sorgir og mótlæti mannkynið bæti, þá meining ég hreint ekki skil. Ef velviljuð gleðin að völdunum sæti, þá væri’ ekki harðýðgi til. Pá væri’ engin ólund með armæðuþrasib, né öfundin vesæl og blind; þá væri' ekki látgæðis lámenskufasið, hin leiðasta heimskunnar mynd. Pví elska’ eg þig gleði, með andlitið bjarta, þú eykur mér krafta og þor; þinn bústað sem oftast mér hafðu í hjarta, þú huga míns syngjandi vor. VII. UM SKÁLD. Meðan glób í gígnum er, gáski’ í blóði ungu, munu ljóð þín leika sér létt á þjóðar tungu. VIII. VÍSUR. Eá athuga fljóðin, hvað mest sé í móð, og menn huga’ að gróðanum sínum, en konurnar sjóða og sýsla við jóð, ég sit hjá þeim ljóðunum mínum. Eg gefst upp að leita’ að þér hluttekning heit, þú hjálpræði neitar mér þínu, og umheimi’ ei skeyti, því veröldin veit ei vitund af heitinu mínu. Eg girnist ei fá meira', en auðnast mér á, því ákveðna má ekki bifa. Ó, gæti hún dáið, mín þunglynda þrá, ég þreytist að sjá hana lifa.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.