Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 77
i57 þetta er ensk þýðing í ljóðum af sálminum: »Alt eins og blómstrið eina«. f’ýð- ingin er mjög nákvæm, það er aðalkostur hennar. ]?að væri óskandi, að höfund- urinn léti hér eigi staðar numið. Yfirleitt farast honum þýðingar bæði úr íslenzku á ensku og úr ensku á íslenzku mæta vel. Þær hafa allar þann mikla kost til að bera: að vera nákvæmar. H. P. GRÓA EÐA EDDA (»Groa eller »01demoder«, dramatisk Skildring fra Islands Forfaldsperiode«) heitir skáldleikur einn nýútkominn eftir danska skáldið Holm Hansen, sem áður hefir ritað sögur frá Islandi (t. d. »Vikingeblod«). Skáldleikur þessi fer fram á 13. öld, nokkru eftir dauða Snorra Sturlusonar, þegar frelsi landsins er á förum og er Gissur Þorvaldsson látinn koma þar fram; en annars eru allar aðrar persónur leiksins tilbúnar og skapaðar i gervi tíðarandans, eins og höfundurinn hefir skilið hann. Aðalpersónurnar eru á aðra hliðina Gissur og m águr hans Hólabiskup ásamt fylgikonu hans Steingerði, og á hina fóstursonur biskups Eiríkur Skaggason og félagar hans, sem gera uppreist og mynda harðsnúinn flokk til að verja frelsi lands- ins, undir forustu Eiríks, sem nemur brott dóttur biskups Gullveigu. Leggjast þeir út á fjöll og þar hvetur hin gamla forneskjunorn Gróa eða Edda þá til stórræðanna. En þeir verða að lokum ofurliði bornir, Eirikur Skaggason fellur og Gullveig er skotin eiturör í brjóstið, en nokkrir flýja af landi burt, og Gróa þylur hinar verstu bölbænir og formælingar (eins konar »Buslubæn«) yfir Gissuri sem banamanni þjóð- frelsisins. — Ritið ber vott um talsverða þekkingu á islenzkum bókmentum og þjóð- sögum og ýmsar sýningar og einstök atriði eru dágóð, en annars er hugarflugið nokkuð gandreiðarkent og mikið listagildi eða sögulegt hefir leikurinn varla. V. G. HALLFREÐUR VANDRÆÐASKÁLD heitir annar nýr skáldleikur eftir bezta ljóðskáld Dana Holger Drachmann. Er leikurinn í 5 þáttum og fer hinn fyrsti fram á Islandi, annar og þriðji i Noregi, en hinn fjórði á ey einni í Grikklandshafi. Mjög er vikið frá sögu Hallfreðar og langmestur hluti efnisins skapaður af höfundinum sjálfum. Og því, sem þó er tekið úr sögunni, t. d. ástasambandi Hallfreðar og Kol- finnu, breytt eftir eigin geðþótta. Yfir höfuð er leikurinn meira bygður á hugarflugi en sögulegum grundvelli og gildi hans minna, en við hefði mátt búast af jafngóðu skáldi og Drachmann er. En framan við leikinn er ljómandi fagurt inngangskvæði, sem er einskonar lofsöngur um Island sem land sögunnar, dáðar og drengskapar — og hinna voldugustu náttúruafla. Væri gaman að fá það kvæði vel þýtt á íslenzku, jafnsnillilegt og það er. V G. IpRJÚ ÍSLENZK KVÆÐI eftir Stgr. Thorsteinsson hefir froken Cœcilia Thor- berg (dóttir Bergs sáluga Thorbergs landshöfðingja) þýtt á dönsku og hafa þau komið út í myndablaðinu »Hver 8. Dag« VII, 19 (10. febr. 1901). Eru það kvæðin: »Sofandi kystur«, »Hundaþúfan og fjallið« og »Efra og neðra«. Hafa þýðingarnar tekist vel og þó ekki lítill vandi að þýða t. d. annað eins og »Hundaþúfan og fjallið«. V. G. ÍSLENDINGASÖGUR Á DÖNSKU. Bókaverzlunin »Det nordiske Forlag« i Khöfn hefir nýlega byrjað að gefa út 3. útgáfu af hinum alkunnu þýðingum N. M. Petersens á hinum helztu Islendingasögum (»Islændernes Færd hjemme og ude«) og hafa þeir háskólakennararnir dócent Verner Dahlerup og prófessor Finnur yónsson tekið að sér að sjá um útgáfuna, en skáldið Olaf Hansen þýðir vísur þær, sem fyrir koma í sögunum. I safni þessu eru sögurnar: Egla, Laxdæla, Njála, Gunnlaugs saga Ormstungu, Eyrbyggja og Gretla. Á undan þýðingunni er fróðlegur inngangur eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.