Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 58
138
III. TIL VORSINS 1892.
Pessi langi vetur vor
vekur stranga pínu.
Hvað mig langar, ljúfa vor,
liggja’ í fangi þínu.
Par ég hlýði’ á þýðan klið,
þegar síð á kveldi
roðnar hlíðin vafin við
vors af blíðu-eldi.
Komdu hart að hita geð,
hafðu aö skarti blómin,
komdu bjarta brosið með,
blíða hjartans óminn.
Út með dröngum ómar kátt,
er þú göngu sýnir,
mér hafa löngum látið dátt
lóusöngvar þínir.
Vermdu hnúka’ og blásin börð,
blíða hjúkrun gefðu,
alt hið sjúka’ og auma’ á jörð
örmum mjúkum vefðu.
Vetur deyr, hve drekk ég þá,
og dögum eiri ljósum,
ilminn reyr og feðming frá,
fjólu’ og eyrarrósum.
IV. VORKOMA 1896.
fína iðju’ er yndi’ að sjá,
elíur ryðjast harðar.
Velkomin gyðja vorsins há,
velkomin niðjum jarðar.
Okkur það er inndæl sýn,
öll þín laða sporin,
er þú glaða gyðjan mín
geng’r í hlað á vorin.
Ó, hve líka þú ert þráð,
það eru’ ei ýkjasögur.
Engin er slík um okkar láð
yndisrík og fögur.
Fugla kvæði er unan ein,
unir hver gæðum sínum.
Er sem græði öll vor mein
ilmur af klæðum þínum.
Breiðist dúkur blóma’ um völl,
bárur strjúka þangið.
Taktu sjúka’ og okkur öll
upp í mjúka fangið.
Blíðusvör þín séu ör,
sálarfjöri’ ei týnum,
meðan gjörir kær vor kjör
koss af vörum þínum.
V. VETRARKOMA 1895.
Senn fáum við æði kaldan koss,
úr kjöltunni slæðir fjúki
hann vetur, sem læðist leynt að oss
á ljósleitum klæðisdúki.