Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 6
86 og hélt mér í af gömlum og ungum vana. Ég var nýlega farinn að ganga einn saman og hjálparlaus, klæddur rauðri blússu og vaggaði mikinn á bognum beinkramar-fótum. Éá var nýlega búið að byggja mér út úr ruggu minni; því að annar ennþá yngri kjúk- lingur þurfti endilega að fá kotið til íbúðar. Amma var kvöldsvæfari en afi og var hún búin að hreiðra sig niður undir yfirsængina, þegar ég kom, og virtist vera sofnuð. Afi lá á bakinu og sá í bert hóstið og viðbeinin. Hann var að lesa kvöldbænirnar og var í miðri bæn, þegar ég kom að rúm- inu. Hanti hætti lestrinum, þegar ég tók mér í rúmbríkina, rétti allsnakinn handlegginn út undan fötunum og klappaði mér á kollinn. »Blessaður litli stúfurinn,« sagði afi. »Blessaður stúfurinn, gló- kollur, boginfótur kominn til afa síns.« Höndin, sem kom undan rúmfötunum, var stór og hörð viö- komu og svo krept, að lófinn komst ekki að hvirflinum. Hand- leggurinn var sinaber og æðarnar lágu augljósar utan á hotium, og blámaði fyrir þeim framan af fingrunum og upp að öxlum. Hann hafði röndótta skotthúfu á höfði, sem var sköllótt aftur á hvirfil, en ullhvítt hárstrý tók niður undan húfunni og lafði ofan á hálsinn. Afi minn var langleitur og stórskorinn, nefið stórt og kjálk- arnir mildir. Éeir höfðu margan harðfiskinn tuggið um dagana og kjötþjóttur óteljandi. Éegar hann hafði klappað mér nokkrum sinnum á kollinn, seildist hann upp fyrir ömmu og niður undir sængurhornið, höfða- lagsmegin, og dró þar upp sykurmola, sem hann stakk upp í mig. Nú var amma risin upp við olnboga og sagöi: Hvað seg- irðu nú? Éá rétti ég fram munninn, en afi teygði sig á móti og lagði til brestinn í kossinn; því að þá list kunni ég ekki í þann tíma. Hins vegar þótti mér kossinn vondur. Varir afa voru alsettar skeggbroddum, sem stungu mig sárt. Hann rakaði sig aldrei, en klipti sig stundum með skærum. Afi tók til bænarinnar aftur, þar sem hann hafði hætt við hana, þegar ég sneri frá rúminu, las »Faðir vor« í hálfum hljóð- um, signdi sig og dró síðan rúmtjaldið fyrir. Éau signdu sig jafnan, þegar þau neyttu einhvers matarkyns, en ekki höfðu þau fyrir því, þegar um svaladrykk eða kaffi var að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.