Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 80
ióo
UM ÞÓRSDRÁPU Eilífs Goðrúnarsonar heflr prófessor FinnUr Jónsson ritað
langa grein í »Oversigt over det kgl. Danske Videnskabernes Selskabs Forhandlinger«
1900. Er þetta afartorskilda kvæði þar fyrst prentað stafrétt eftir handritunum og
þvi næst skýrt visu fyrir visu. Að lokum er það prentað með almennri réttritun
og þeim leiðréttingum, sem höf. hefir stungið upp á í skýringum sinum, og síðan
dönsk lesmálsþýðing á öllu kvæðinu. V. G.
UM NOKKUR BRAGLISTARATRIÐI HJÁ FORNSKÁLDUNUM (»On some
Points in Skaldic Metre«) hefir IV. A. Craigie, M. A. í Oxford skrifað alllanga og
mjög lærða ritgjörð í »Arkiv f. nord. Filologi« XVI, 341—384, þar sem hann sýnir
fram á ýmsa galla á bragfræði prófessors Sievers’ og setur fram nýjar bragreglur,
sem hann styður með miklum fjölda af dæmum úr kvæðum fornskáldanna, og virð-
ast sannanir hans svo öflugar, að eríitt mun verða þeim að hnekkja. V. G.
UM ISLENZKA SÖNGLIST (»Studier over islandsk Musik«) hefir kennari i
sönglistarsögu við háskólann í Khöfn dr. Angul Hammerich skrifað mjög fróðlega
ritgerð í »Aarb. for nord. Oldk. og Historie« 1899, bls. 273—316, þar sem hann
meðal annars sýnir fram á, að tvísöngurinn íslenzki sé af útlendum rótum runninn og
sé sami söngurinn og tíðkast hafi annarstaðar í Norðurálfunni kringum árið 1000.
I ritgerðinni er mikill fróðleikur, sem vert væri fyrir alla þá, sem fást við íslenzka
sönglist, að kynna sér. V G.
UM JURTAGRÓÐUR Á SNÆFELLSNESI (»Vegetationen paa Snæfellsnes«)
hefir cand. mag. Helgi Jónsson ritað langa grein í »Videnskabel. Meddelelser fra
den naturhist. Forening i Kbhavn« 1900 (sbr. »Nýjar ísl. uppgötvanir«, Eimr. VII, 73).
V. G.
ISLENZK RIT Á ÞÝZKU. M. phil. Carl Kuchler hefir þýtt á þýzku af sög-
um séra Jónasar prófasts Jónassonar bæði »Hungurvofan« (Das Gespenst Hunger) í
»Die Romanwelt« VII, 9—10 (Berlín 1899) °g »Gletni lífsins» (Launen des Lebens)
í »Weser-Zeitung«, nr. 19257, 19261 og 19263 (Bremen 1900). Báðar þessar þýð-
ingar ásamt þýðingu á »Brot úr æfisögu« eftir sama höfund hafa svo komið út í
einu lagi sem III. bindi af bókasafninu »Bibliothek nordischer Meister-Erzáhler«
(Leipzig 1900). — Auk þess hefir herra Kiichler ritað ýmsar greinar um íslenzk rit
og málefni, t. d. »Schwert und Krummstab« í »Neuer Parnass« II, 20—21 (Berlín
1899), »Islándische Dichter in Deutschland« í »Internationale Litteraturberichte« VI,
7 °S 9—11 (Leipzig 1899), »Ein islándisches Drama in Deutschland« í sama tíma-
riti VI, 19—20 og »Englische Frevelthaten« í »Jade-Zeitung«, nr. 284 (Varel í
Oldenburg 1899). F. G.
RITGERÐIR UM ISKENZK EFNI. I »Fránkischer Kurier«, nr. 452 (5. sept.
1898) hefir dr. August Gebhardt í Nurnberg ritað grein um sögu holdsveikinnar á
Islandi og hinn nýja holdsveikraspítala þar (Das neue Leprosenhaus auf Island«).
I »Mitth. d. k. k. Geogr. Gesellschaft in Wien« 1898 (10.—11. h.) hefir hann og
ritað yfirlitsgrein yfir jarðfræðisrannsóknir dr. Þorvalds Thóroddsens á íslandi
(»Siebzehn Jahre geologischer Forschung auf Island«) og í sama riti 1899(7—8. h.)
Hefir hann ritað grein um Hlið í Kollafirði og héraðið umhverfis, þar sem flothylki
Andrées fanst 14. maí 1899 (»Ein par Bemerkungen úber den Fundort der
Andréeschen Schwimmboje Nr. 7«). V. G.