Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Qupperneq 55

Eimreiðin - 01.05.1901, Qupperneq 55
135 að honum og rétti hendina«. Jáetta er öll lýsingin á biskupnum, og er hún vissulega ekki á marga fiska. 3. Aðalefni sögunnar er lakast. Sagan heitir »Vísitazía« og á að sýna þýðingu þá, er biskupsvísitazíur hafi eða geti haft. Hér gat höf. valið um tvo vegi. Hann gat skipað sér í flokk kirkjumanna og sýnt fram á, að biskupsvísitazíur væru nauðsynlegar og hefðu mikla andlega blessun í för með sér. Hann gat einnig skipað sér í flokk mótstöðu- manna kirkjunnar og sýnt frarn á, að biskupsvísitazíur væru gagnslausar og hefðu andlega bölvun í för með sér. En höfundurinn fer hvoruga þessa leið. Aðalefni sögunnar snýst í höndum hans um heyþurk: Vegna komu biskups og vísitazíu hans í dal þeim (Langadal), sem sagan fer fram í, tefjast bændur frá að þurka hey sín í tvo daga (laugardag og sunnudag). |>að varð orsök til þess, að hey þeirra urðu fyrir stór- skemdum. Næsti vetur var harður, og urðu bændur í heyþroti. Um þetta er biskupi kent. Sagan endar með þessum orðurn: »En herra biskupinn má trúa því, að óþarfari gestur en hann hefir eigi stigið fæti sínum í Langadal, síðan þau gengu hér um garð: Svartidauði og Stóiabóla«. 1 þessu efni er biskup alveg saklaus. Hann vissi eigi fyrir, hvernig veður mundi skipast, þegar hann lagði á stað í vísitazíu- ferð sína. Hann gat eigi ráðið fyrir veðrum og veðrabreytingum. f>að er mjög fátæklegt hjá höf., að færa það sem aðalástæðu gegn biskupsembættinu og vísitazíum, að bændur verði að tefja sig frá hey- skap einn dag á heilum mannsaldri, til þess að taka á móti biskupi. Höf. virðist hafa alveg mistekist með sögu þessa, þótt lýsingar hans á landi, lofti og veðri séu mjög skáldlegar, eins og áður er bent á. Hann hefir sjálfur áður sannað, að hann getur samið betri sögu en þessi er. það er því óskandi og vonandi, að honum takist betur í næsta sinn, H. P. ALMANAK fyrir árið 1901. Auk þess: Safn til landnámssögu íslendinga í Vesturheimi og fleira. Utgefandi: Olafur S. Thorgeirsson. Winnipeg, Manitoba. Blaðið »Lögberg« í Winnipeg hefir um fjölmörg ár gefið út ís- lenzkt almanak. Yfirprentari blaðsins, O. S. þorgeirsson, hefir séð um útgáfu almanaksins seinustu 7 árin. Aftan við almanakið sjálft hefir hann bætt þýddum smásögum og ritgjörðum. Almanakið er vandað að öll- um ytra frágangi. I viðaukanum er margt skemtilegt og fróðlegt. Auk þess eru í þremur seinustu árgöngunum ritgjörðir, sem eru kallaðar: »Safn til sögu íslendinga í Vesturheimi«. Um »safn« þetta skal farið nokkrum orðum. Útgefandinn (0. S. Thorgeirsson) er prentari »Sameiningarinnar« og »Lögbergs« og undir umsjón ritstjóranna (séra Jóns og Sigtryggs) gefur hann safn þetta út. f>eir, sem rita í safnið, eru flokksmenn ritstjór- anna. Af því leiðir eðlilega, að safnið verður flokksrit: f>að sýnir sögu Vestur-Islendinga frá sjónarmiði ákveðins flokks. Margt er auðvitað rétt og satt í riti þessu. f>að lýsir hag fyrstu íslenzku innflytjenda til Vesturheims og landnámi þeirra. En aðalgallinn á söguriti þessu er, að það er eindregið flokksrit. Sögunni er hallað, þegar talað er um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.