Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Page 12

Eimreiðin - 01.05.1901, Page 12
92 þessa banasæng. — Þegar ég lokaði hurðinni, heyrði ég að hósta- kviðu setti að ömmu og að hún sagði, þegar hún náði andanum: »Jesús guðs sonur miskuni mér.« Eg kom ekki inn, fyr en um kvöldið og var þá amma skilin við. — Ég var úti og neri augun — —. »]?ú kærir þig lítið um afa og ömmu,« sagði öldruð kona, sem þar var á bænum. —- »Sjaldan launa kálfarnir ofeldið. Pú ert þó svo stór strákur, að þú ættir ekki alveg að haga þér eins og villudýr.« — Ég gegndi engu og lét ég þó sjaldan eiga hjá mér, þegar um orðaskifti var að gera. Pá var ég 6 vetra, þegar þetta gerðist. — jþegar jarðarförin fór fram, átti að útvega söngmenn Sveini gamla til hjálpar. En karl þakkaði fyrir. Hann sagði, að afi minn hefði beðið sig að syngja einan »og því lofaði ég og skal líka enda.« Afi hafði ráðstafað ýmsu við Svein — gefið honum dreggjar, sem eftir voru í brennivíns-hálftunnunni, tekið til sálmana, sem syngja skyldi við jarðarförina, og borgunina handa grafarmönnum og presti. — Pegar jarðarförin var afstaðin, man ég, að fólkið sagði sín á milli: »Fallega söng Sveinn gamli í dag. Ojá, æfin- lega er þó eitthvað hátíðlegt við það, þegar karlsauðurinn tekur lagið.« Nú eru þau afi og amma búin að liggja mörg ár undir grænni torfu. Leiðið þeirra er tvíbreitt, en einkennalaust að öðru leyti. Pegar gröfin var ákvörðuð og tekin, var hún gerð eins og aðrar grafir, að því undanskildu, að skápur var gerður út undir fyrir kistu ömmu. En þá hrundi niður úr sneiðingunni hvað af öðru, og loksins varð gröfin tvíbreið. Moldarkirkjan, sem þau eru grafin að, verður nú bráðum feld og kirkjugarðurinn rifinn — ef að líkindum lætur; því að þröng mikil er nú orðin þar í bygðinni. Moldinni úr kirkjurústunum verður þá jafnað yfir garðinn og þar með hverfa þessar menjar — þessar síðstu menjar afa og ömmu undir jafnsléttu aljafnaðarins. En í hvert sinn, sem ég kem að leiðum þeirra, vakna ýmsar hugsanir og spurningar í huga mínum: Skyldi þá nokkur kona líkjast ömmu framar? Skyldu þær gera við sauðamennina sína, eins og amma gerði — gefa þeim

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.