Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 40
120 Eins og um bláa bárú svífur blásandi, sundfær hvala-þröng, og fast með sporðum kólgu klýfur, svo kolblá freyða sjávargöng: eins hvínið þér í þúsund logumr þjótandi ljós um himna djúp, og í sólkerfa breiðum bogum brennandi sveiflið Urðar hjúp. Hér er hver líkingin út af fyrir sig afbragðsgóð, en samanburðurinn verður þó tæplega réttur eða skáldlegur. En stundum tekst Gröndal' svo vel, að fáum hefir tekist betur á voru máli. Til dæmis má nefna byrjunina á »Prometheus«, sem áður er nefnd, og vísuna úr kvæðinu »Nótt« (bls. 82): Leit ég í skuggdimmum og ljóss-löður skýjum vaða á logskríns hvolfi mána mæran freyða vindvakið um miðnætti, sem víðis bárur.1 Margt íslenzkt skáld hefir ort um það, að tunglið veður í skýjum, en seinni helmingur þessarar vísu finst mér með því bezta, sem um það hefir verið sagt. Annars væri óskandi, að einhver af fagurfræðingum vorum skrif- aði bók eða langa ritgjörð um Gröndal og stöðu hans í bókmentum íslands. Auðvitað kemur einhverntíma að því, að það verður gert. Hér í þessum ritdómi hefir mér aðeins verið auðið að benda lauslega á einstöku hliðar á skáldskap hans. En rit Gröndals eru svo margvís- leg og sum af þeim svo merkileg, að þau eiga skilið, að mentavinir verji tíma og fyrirhöfn til að lesa þau og rannsaka, og síðan skrifa um þau og skýra þau. Gröndal þarf mjög víða skýringar við, stund- um er hann óljós af háfleygi, stundum af hroðvirkni, oft af því, að hann þyrlar upp á pappírinn atvikum úr daglega lífinu, sem fáir þekkja. Næstu kynslóðir mundu meta mikils að fá skýringar yfir »Heljarslóðar- orrustu« eða »Gandreiðina«. Ef til vill væri það skáldinu sjálfu næst að skýra þau rit. Óskandi væri líka, að annaðbvort Bókmentafélagið eða einhveijir aðrir vildu gefa út úrvalsrit Gröndals, bæði í bundnu og óbundnu máli. Mætti þar sízt af öllu sleppa sumum af hinum mein- fyndnu fyrirlestrum hans og blaðagreinum, og gætu þau bindi orðið hin kærkomnustu ungum og gömlum, því þrátt fyrir ýms fúkyrði Grön- dals til einstakra manna og stofnana, mun flestum þykja vænt um gamla meistarann. Sigfús Blöndal. KRISTINN STEFÁNSSON: VESTAN HAFS. Ýmisleg ljóðmæli. Rvík 1900. Höf. ljóðmæla þessara er Vestur-íslendingur. Hann hefir verið búsettur í Winnipeg um mörg ár. Þar hefir hann ort flest kvæði sín. Kvæði þessi eru 87 að tölu. Þau eru flest stutt. Meðal þeirra eru örfáar þýðingar. Málið á kvæðunum er í betra lagi, þegar tekið er tillit til þess, að höfundurinn hefir eigi notið mikillar mentunar. Auk þess er hann búsettur vestan hafs, þar sem daglega málið er blendmgur af íslenzku og ensku. Ljóðmæli þessi eru prentuð í Reykjavík. Pappír og prentun er í góðu lagi. 1 einkent af ritdómara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.