Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 69
149 hefi nú náö tangarhaldi á átta jungfrúm á tæpum klukkutíma. Ætli mér takist ekki að fylla tuginn?« »JÚ. Pað munu vera tíu eða ellefu stúlkur aðkomandi«, svar- aði María, og leit niður fyrir sig. »Já, það má ekki minna vera«, sagði prestur. »Mér veitti heldur ekkert af að fá einar tuttugu júngfrúr eins heitar og rjóðar og þið eruð, því ég er orðinn kulsækinn, ekki síður en Davíð konungur«. Rétt á eftir kom Signý gamla inn til prestsins. »Eg veit svo sem ekki, hvar ég á að láta allan þennan kvennfólkssæg sofa í nótt«, sagði hún. »Nú, það verður að búnka því einhvern veginn niður«, sagði séra Páll. »Prjár geta verið í rúminu hennar Bjargar. Svo er bezt að búa um mig hérna á legubekknum, og þá er hægt að troða fjórum stúlkunum í mitt rúm. Pví, sem eftir er. verðið þið að skifta milli ykkar«. »Já. En er ekki eitthvað af piltum aðkomandi?« »Ég veit það ekki, en ekki verða vandræði úr því, þótt svo sé, Peir eru víst ekki margir«. »Á ég að gefa öllum þessum fjölda mat?« »Ekki hjálpar að láta fólkið deyja úr sulti«. »Ég held það gerði lítið til, þó það gengi ögn inn á því kvið- urinn. Pað gat étið heima hjá sér«, tautaði Signý gamla um leið og hún fór fram úr kompunni. Prestur svaraði því engu, og fór að ganga um gólf. Klukkan var orðin tólf, þegar hætt var að dansa, og menn fóru að hátta, því menn höfðu lyft sér ofurlítið upp eftir kvöld- matinn, á meðan verið var að búa um í rúmunum. »Petta hefir verið blessað kvöld«, sagði Anna á Bakka við Mörtu í Miðhúsum, þegar hætt var. Dansinn hefir sjaldan gengið svona fjörugt«. »Já. Pað hefir legið óvenjulega vel á mönnum í kvöld«, svaraði Marta. »Ætlið þið ekki að koma á sunnudaginn kemur?« »Jú, ef veður leyfir, En þið?« »Jú. Pað veit hamingjan«. Svo fóru menn að sofa, en þeir voru margir, sem ekki varð svefnsamt, því það var eins og hljóðfæraslátturinn ómaði enn í eyrum manna. Auk þess sótti einhver ókyrð á tilfinningarnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.