Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 75
155
fleiri kvæði eftir færri skáld, en hið gagnstæða: að hafa skáldin fleiri, en færri
kvæði eftir hvert þeirra. I vali sínu og lýsingum kveðst hann og hafa gert sér far
um að vekja eftirtekt á því, sem sér fyndist mest einkenna hvert skáld um sig, og
vænti hann, að hann hafi í öllu verulegu hitt á hið rétta, þó honum sé ljóst, að
dýpra megi leggjast og gera drættina miklu skýrari. — Þá kemur snoturt kvæði
frumkveðið, eftir O. H. sjálfan, þar sem hann lýsir glímu sinni við »guð málsins«,
sem hann vildi ekki sleppa (fremur en Jakob forðum) fyr en hann blessaði hann og
gæfi honum gnótt hljóðstafa og stuðla og þýða kveðandi.
Sjálf bókin byrjar með alllöngum inngangi (18 bls.) og er þar fyrst drepið á,
hve mikla þýðingu fornrit Islendinga hafi haft fyrir danskar bókmentir. fetta viti
allir og játi, en fæstir hafi nokkra hugmynd um hinar nýrri bókmentir Islendinga,
sem þó séu svo mikils virði og svo einkennilegar, að vert sé að kynnast þeim.
Bendir hann þar meðal annars á, að talsverður munur sé á tilflnningalífi íslenzkra
skálda og danskra, og nefnir sem dæmi þess meðferðina á »Des Mádchens Klage«
eftir Schiller, sem Oehlenschláger hafi þýtt á dönsku, en Jónas Hallgrímsson á ís-
lenzku. Hann bendir og á, hve lítið beri á dönskum áhrifum á íslandi, og að,
þegar Thorvaldsen sé fráskilinn, þá hafi minning að eins tveggja danskra manna
verið haldið á lofti í íslenzkri ljóðagerð, nefnilega Jörundar hundadagakóngs og
Rasmusar Rasks. Og þó sé öðru nær en að Islendingar séu vanþakklátir. Honum
hefir reyndar í þessu efni sést yfir konungana Kristján VIII. og Kristján IX., sem
sannarlega hefir að maklegleikum verið minst með lofi í íslenzkum ljóðum, hins fyrra
fyrir endurreisn alþingis og hins síðara fyrir stjórnarskrána. í^á er og kafli um Rask
og þýðingu hans fyrir íslenzkar bókmentir, um Eggert Ólafsson, Jón ]?orláksson o. fl.
Því næst koma sýnishorn af kvæðum íslenzkra skálda á 19. öldinni og jafnframt
getið hinna helztu æfiatriða þeirra og hvað þau einkum hafi til síns ágætis hvert um
sig, eða hvað mest einkenni þau. ÍÞau skáld, sem lýst er og kvæði þýdd eftir, eru
þessi: Bjarni Thórarensen (6 kvæði), Jónas Hallgrímsson (5, auk brots úr Gunnars-
hólma), Jón Thóroddsen (3), Grímur Thomsen (5), Benedikt Gröndal (7), Páll Ólafs-
son (10, auk fleiri brota og lausavisna í lýsingunni), Steingrimur Thorsteinsson (8,
auk brota í lýsingunni), Matthías Jochumsson (5, auk brota í lýsingunni), Hannes
Hafstein (5) og Þorsteinn Erlingsson (3, auk brots úr Jörundarkviðu í innganginum).
í*að mun jafnan verða svo með kvæði, að sínum augum lítur hver á silfrið, og
mun þvi vandi að velja svo að öllum líki. En vér fáum ekki betur séð, en að O. H.
hafi verið mjög heppinn i vali sínu, bæði með að velja falleg kvæði og þau, er sér-
staklega einkenna hvert skáld. Og iýsingar hans á skáldunum eru merkilega góðar,
jafnstuttar og þær eru. Vér viljum t. d. nefna lýsing hans á Ben. Gröndal, sem er
betri en nokkuð, sem áður hefir verið skrifað um skáldskap hans, og rituð af meira
skilningi.
Og svo eru sjálfar þýðingarnar. í*ær eru yfirleitt svo vel gerðar, að mestu furðu
gegnir. í*ær eru bæði nákvæmar og þó náttúrlegar og aldrei neitt misskilið. Er
auðséð, að O. H. hefir svo mikið vald á móðurmáli sínu, að leitun mun á öðru eins.
Hann leikur sér að því að þýða heil kvæði með höfuðstöfum og stuðlum og þræða
þó orð íslenzka kvæðisins. Hann þýðir og hrynhendu með aðalhendingum og skot-
hendingum, t. d. »Sé ég hendur manna mynda« (Eimr. VI, 43):
Ud over Have Taletraade
trukne af Hænder vidt sig spænder.
Lande sammen let de binder,
levende Ord over Verden fore.