Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Side 41

Eimreiðin - 01.05.1901, Side 41
I 2 I Eigi hafa ljóðmæli þessi mikið skáldlegt gildi. Stundum velur höf. sér stór yrkisefni, t. a. m. »Djákninn á Myrká« og »Hildigunnur«. En hann hefir hvorki skáldlegt afl né næga mentun til þess að geta ort stórkvæði. þegar borin eru saman kvæðin »Hildigunnur« eftir Grím Thomsen og Kristin Stefánsson, þá kemur munurinn á stórskáldi og smáskáldi í ljós. Höf. er góður hagyrðingur. Hann hefir allmikið vald á íslenzkri tungu. Mörg smákvæði hans eru vel ort, t. a. m. »Þrumuskúr« og »Vorský«. Bezt láta honum lausavísur. í kvæðinu »Hríð« er t. a. m. þessi vísa: »Stormur flýtir fannaburð, í freðnum þýtur hrofum tómum, frostið ýtir inn með hurð alveg hvítum hélugómums. Ýmislegt er i ljóðmælum þessum, sem menn á íslandi skilja eigi, t. a. m. í kvæðinu »Harður vetur«. Kvæðið »Stökur« á bls. 58 er gott sýnishorn þessara ljóðmæla. Kvæðið er þannig: »Refsinornin galdra gól, gekk að friðar-ránum. Aldrei þorsteinn eignast skjól undir linditrjánum. En svo er margra manna spá, mótuð sannleik hreinum, að friðskjól hafi fuglinn sá fundið und stærri greinum. Þegar hretin hraða sér hvöss og útsynningur, skýli betra ætíð er eik enn skollafingur«. Lík þessu eru flest kvæðin að því, er skáldlegt gildi snertir. H. P. DAVÍÐS-SÁLMAR í íslenzkum sálmabúningi. Eftir Valdimar Briem. Rvík 1898. það hefir dregist of lengi að geta um þessa bók í »Eimreiðinni«. Ritstjórinn hefir beðið mig að rita örfá orð um hana. Ég verð við bón þeirri, þótt ég sé á engan hátt fær til þess. 1 »Kirkjublaðinu« 1893 tók ég það fram, . að ég ber mjög mikla lotning fyrir séra V. Briem og virði hann mest allra íslenzkra skálda, sem nú eru uppi. Síðan hef ég lesið bæði »Biblíuljóð« hans og »Daviðs-sálma«. Við lestur þeirra hefir lotning mín og virðing fyrir honum farið vaxandi, en eigi minkandi. Mér er þess vegna ljúft að taka undir lofsyrði þau, er rituð hafa verið um sálma hans og andleg ljóðmæli. Efnið í þessu sálmasafni V. B.s eru Davíðs-sálmar í ritningunni. Sálmaefni því verður eigi breitt til batnaðar. V. B. breytir heldur eigi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.