Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 9
9
vottaði þó fyrir þeim í þessum fyrstu ritsmíðum hans. Hann kyn-
okaði sér ekki við, að láta skoðanir sínar í ljósi djarflega og ein-
arðlega, þótt þær væru þvert ofan í þær skoðanir, sem voru lög-
helgaðar af tízkunni og staðfestar með nafni og innsigli hennar
æðstu presta. En það var fleira, sem studdi að því, að menn
veittu þeim eftirtekt. Hvar sem gripið er niður í þessar ritgerðir,
bregður fyrir í sömu andránni skáldsins hrífandi og töfrandi hug-
sjónum og spekingsins djúpu alvöru, þar kveður við í einu söngv-
arans snjalla og þýða raust og hin stranga og sterka aðvörunarrödd
hrópandans í eyðimörkinni. Par úir og grúir af nýjum og ein-
kennilegum hugmyndum, sem knýja hver aðra áfram, svo setn-
ingarnar eins og riðlast fyrir og málið verður með köflum snurð-
ótt, stirt og óviðfeldið, einna líkast því, að það nái ekki yfir helm-
inginn af því, sem höfundinum er niðri fyrir. I'etta einkendi í raun
og veru alla hans ritsmíð bæði fyr og síðar.
Eað var einkum ein grein, sem hann skrifaði um þessar mundir,
er lýsir því bezt, hvað honum var innanbrjósts. Greinin hét: Vís-
indi og efling þeirra með sérstöku tilliti til föður-
landsins. Hann setur hér harðlega ofan í við landa sína og segir
þeim afdráttarlaust til syndanna. Hann dregur engar dulur á það,
að smekkur fyrir vísindum og fögrum listum sé að deyja út, eng-
inn vilji t. d. líta við kvæðasafni Oehlenschlægers, sem þó sé ein-
asta bókin upp á síðkastið, sem reglulega vermandi lífsneista megi
í finna. Paö sé talin fásinna að leggja peninga í bækur og þess-
háttar rusl, í stað þess að halda sér að kræsingum og gómsætum
drykkjum. ííPeir sem líta í bók,« segir hann, »gera það aðeins
til að stytta sér stundir. Er það þá furða, þó menn hafi ýmugust
og óbeit á þeim bókum, sem krefja umhugsunar og athygli? Tilfinn-
ingin fyrir móðurmálinu er því nær horfin og þykir hlægileg eins
og allar aðrar tilfinningar. I sumum húsum í Kaupmannahöfn
heyrist aldrei danskt orð nema í munni vinnufólksins og tæplega
það. Orðiti »dönsk bók« og »vitlaus bók« eru þar talin sömu
merkingar, og »herrarnir« og »dömurnar« skammast sín og roðna
niður á tær, ef einhver kemur að þeim óvörum með danska bók
í höndunum.«
Stúdentalýðnum lýsir hann á þá leið, að fullir tveir þriðjungar
af námsmönnum kunni varla að skrifa móðurmálið, hafi ekki önnur
kynni af veraldarsögunni en þau, að þeir hafi lært utan að og
umhugsunarlaust ágrip af henni í lærðu skólunum og flýti sér að