Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Page 13

Eimreiðin - 01.01.1902, Page 13
13 kenningum ritningarinnar, sem ekki ríba í bága við skynsemina; hún getur jafnframt viðurkent eina almáttuga æðstu veru, ráðandi og ríkjandi í öllum hlutum, og játað þá kenningu tafarlaust. En trúin getur líka verið þannig, að maðurinn sé hugfanginn og gagn- tekinn af henni, lifi í henni svo innilega og gersamlega, að hún sé honum alt og að án hennar sé hann ekki neitt. Hingað til hafði Grúndtvíg fylt fyrri flokkinn og ekki gert sér neina ljósa grein fyrir trú sinni. En eitt kvöld, er hann sat í her- bergi sínu við sagnalestur, var eins og hann alt í einu fyltist guð- móði og ný og sterk innri hvöt vaknaði hjá honum og byði hon- um að ganga út og kunngera fagnaðarboðskapinn að nýju fyrir þessari tómlátu og andvaralausu kynslóð. Fyrst í stað var eins og hann kendi hjá sér einhverrar óumræðilegrar innri gleði. Hann sökti sér niður í ritninguna, sem hann hafði ekki lesið með alvöru og athygli síðan hann var barn. fessi dýrðlega draumleiðsla stóð ekki lengi yfir. Áður langt var liðið, varð þessi nærgöngula spurning á vegi hans: »Ertu sjálfur kristinn?« Hún lét hann ekki vera í rónni og þvergirti fyrir honum allar þær gullnu brautir, sem hans víðfleygi andi leit- aði inn á. Syndaviðurkenningin vaknaði hjá honum innan skams og hún svo megn, að honum lá við vitfirringu og æði, eins og Lúther forðum. Og eins og þessi mikla forgangshetja kristninnar leitaði hann einverunnar í sínu beizka sálarstríði og fal sig sjónum heims- ins. Hann flýði eins og lamaður á líkama og sál út á land til föður síns. Smámsaman fór þó ofsinn rénandi og ró og friður festu rætur í sálu hans. Petta var eins og hreinsunareldur, sem hann varð að ganga í gegn um. Pegar hann eftir tveggja ára dvöl sneri aftur til Kaupmannahafnar, var það sem kjörin stríðshetja hinnar föstu, óbifanlegu kristintrúar. Meðan Grúndtvíg var aðstoðarprestur hjá föður sínum, samdi hann »Stutt yfirlit yfir veraldarsöguna*. Pessi litla bók er eitt af hans einkennilegustu ritum. Hann ryður sér þar alger- lega nýja braut, gagnstæða öllum öðrum. Pað er svo mikið djúp staðfest milli þeirra skoðana, sem hann lætur þar í ljósi um sam- hengi og þýðingu viðburðanna í sögunni, og þeirra skoðana, sem þá voru ríkjandi í hinum mentaða heimi, ab þar er engin samneytni möguleg. Og eins og endranær í ritum sínum lendir honum svo óþyrmilega saman við forgangsmenn sinnar tíðar, að ekkert samkomulag er einu sinni hugsanlegt. Hann þykir svo ein-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.